Upphaf Grćnna daga í Kvikunni

 • Kvikufréttir
 • 11. september 2020
Upphaf Grćnna daga í Kvikunni

Í september fara fram Grænir dagar í Kvikunni. Dagskráin er fjölbreytt en allir viðburðirnir eru “grænir” í einhverjum skilningi. Fyrsti viðburður haustsins fór fram í gærkvöldi en þá leiðbeindi Gugga ‘okkar’ í Blómakoti hópi fólks um gerð haustkransa. Þátttakendur komu með efnivið sjálfir sem þeir höfðu safnð úr görðum og náttúrunni en fengu krans og vír. Myndir frá því í gær má sjá hér fyrir neðan.

Mikill áhugi var á námskeiðinu og þurfti að takmarka skráningu sökum þess. Þátttakendur fóru ánægðir heim, hver með sinn krans. Gaman var að sjá hversu ólíkir kransarnir urðu þrátt fyrir að bæði efniviður og aðferð væri sú sama.

Næst á dagskrá Grænna daga er krakkasmiðja sem fer fram á starfsdegi Grunnskóla Grindavíkur n.k. þriðjudag 15. september kl. 10:00-12:00. Krakkarnir taka með sér ílát, gjarnan eitthvað sem annars teldist rusl, s.s. krukku, dós, flösku, fernu eða annað sem getur orðið að lekkerum blómapotti. Í smiðjunni skreyta þau svo ílátið og fá litla plöntu með sér heim til að rækta í pottinum. Viðfangsefnið er því grænt í tvennum skilningi.

Smiðjan er ætluð börnum á grunnskólaaldri sem geta unnið sjálfstætt því ekki er hægt að bjóða upp á gæslu.

Einnig er möguleiki að börn komi í fylgd forráðamanns ef þess er óskað. 

Fimmtudagskvöldið 17. Sept. verður svo fyrirlestur um stofuplöntur með Vilmundi Hansen, Fjörumó laugardaginn 19. september. á hádegi og fimmtudagskvöldið 24. sept lýkur dagskrá Grænna daga með fyrirlestri Láru Lindar um grænna matarræði.

Við hvetjum alla til að kynna sér dagskránna hér á síðunni og á facebook.

Allir viðburðir eru opnir og þátttakendum að kostnaðarlausu.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Kvikufréttir / 24. nóvember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

Kvikufréttir / 24. nóvember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

Kvikufréttir / 10. nóvember 2021

Pólskum degi frestađ

Kvikufréttir / 16. október 2021

Farandsirkus í Kvikunni

Kvikufréttir / 1. október 2021

Björgvin Páll međ erindi í Kvikunni

Kvikufréttir / 2. september 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

Kvikufréttir / 1. júlí 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

Kvikufréttir / 18. maí 2021

Sumariđ 2021 í menningarhúsunum í Grindavík

Kvikufréttir / 9. apríl 2021

Ađgangur ađ gossvćđinu aukinn

Kvikufréttir / 1. apríl 2021

Svona er fyrirkomulag rútuferđa og verđ

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Bílastćđi í grennd viđ gönguleiđina

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Magnađar breytingar á Geldingadölum eftir gos

Kvikufréttir / 30. mars 2021

Bćjarkort međ bílastćđum

Kvikufréttir / 30. mars 2021

Stöđugur straumur bíla og allt stopp


Nýjustu fréttir

7000 gestir í júní

 • Kvikufréttir
 • 30. júní 2022

Gefđu aukagjafir um jólin

 • Kvikufréttir
 • 3. desember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

 • Kvikufréttir
 • 24. nóvember 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

 • Kvikufréttir
 • 26. október 2021

Ari Eldjárn međ uppistand í Kvikunni

 • Kvikufréttir
 • 1. október 2021

Pínulitla gula hćnan í Grindavík

 • Kvikufréttir
 • 16. ágúst 2021