Uppbyggingastefna

  • Grunnskólinn
  • 30. ágúst 2010

 

Spor í rétta átt
- Bætt samskipti í Grunnskóla Grindavíkur

Kynning á Uppbyggingastefnunni (Uppeldi til ábyrgðar)

Hvað er Uppbyggingastefnan?

Uppbyggingastefnan í skólastarfi byggir á markvissum hugmyndum sem í felast bæði aðferðir og stefnumótun skóla til bættra samskipta.

Meginatriðið er að kenna börnum og unglingum sjálfsaga og ýta undir sjálfstraust.

Hún leitast við að styðja kennara í tveimur þeirra hlutverka sem þeir þurfa að
sinna daglega:
         >> að stjórna starfi í bekk og
         >> að leiðbeina einstöku nemendum í samskiptum.

Vísað er til ábyrgðar hvers og eins á sjálfum sér, á eigin orðum og gerðum.

Aðferðin miðar að því að að bæta úr því sem aflaga fer í samskiptum og að nemendur læri þannig af mistökum sínum.

Uppbyggingaraðferðin hjálpar til við:
    > að skilja eigin hegðun
    > geta jafnað ágreining og vaxa af því
    > að leiðrétta eigin mistök
    > að sættast við aðra
    > að komast fljótt í jafnvægi eftir að hafa misst stjórn á sér

Í skólum þar sem uppbyggingaraðferðin hefur verið reynd, hefur agabrotum fækkað, mæting batnað, einkunnir hækkað og ánægja með skólann vaxið hjá nemendum, starfsfólki og foreldrum.

Diane Gossen er höfundur þessarar stefnu og hennar skilgreining á henni er á þessa leið:
,,Að skapa aðstæður til að leiðrétta mistök sín og gera betur og snúa aftur til hópsins hugdjarfari en fyrr".


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR