Skilyrđi skólavistar

  • Grunnskólinn
  • 1. nóvember 2011

Skilyrði fyrir skólavist í Grunnskóla Grindavíkur

Almenna reglan um skólavist nemenda í grunnskólum er sú að nemendur sæki skóla þar sem þeir eiga lögheimili. Þar eru þeir skráðir sem nemendur og þar er gert ráð fyrir þeim í kostnaði sem þarf til vegna skólagöngu þeirra og aðeins þar eru þeir tryggðir í skólastarfi.
Eftirfarandi reglur gilda um skólavist nemenda í Grunnskóla Grindavíkur.

1. Allir nemendur, sem stunda nám í Grunnskóla Grindavíkur, skulu eiga lögheimili í Grindavík. Með undantekningar gilda ákveðnar reglur.

2. Foreldrar nýrra aðfluttra nemenda skulu sjá til þess að tilkynna bæjaryfirvöldum um nýtt lögheimili. Tilkynningu þess efnis, skal ganga frá áður en skólaganga barns hefst.

3. Nemandi getur stundað nám í Grunnskólanum í Grindavík, þó hann eigi ekki lögheimili í Grindavík. Um þá skólavist þarf að gera ákveðinn samning milli sveitarfélaganna sem felur í sér greiðslur milli sveitarfélaga samkvæmt ákveðnum reglum sem Samband Íslenskra Sveitarfélaga gefur út. Ekki er þó sveitarfélagi skylt að verða við slíkum beiðnum. Samningi sem felur ofangreint samkomulag í sér, skal ganga frá áður en nemandi hefur skólagöngu.

4. Nemendur sem koma erlendis frá og eru með erlent ríkisfang, þurfa auk lögheimilis í Grindavík að hafa farið í læknisskoðun áður en skólavist hefst.

5. Nemendur geta komið / heimsótt skólann sem ,,gestir" í einn til tvo daga. Slíkar heimsóknir verði skipulagðar af viðkomandi bekkjarkennara / umsjónarkennara sem forðast að skipuleggja heimsóknina þá daga / tíma sem verk- og listgreinar falla á. Kennari hefur samt sem áður fulla heimild til að hafna slíkum beiðnum, meti hann það svo. Meðan á heimsókn stendur er ,,gesturinn" ekki skráður sem nemandi í skólanum og skólinn ber ekki ábyrgð gagnvart honum sem nemanda meðan á heimsókn stendur.

6. Um framkvæmd þessara reglna og ákvarðanir um álitamál sem upp kunna að koma varðandi ofangreindar reglur, skulu bæjaryfirvöld / skólaskrifstofa hafa á sínu forræði. Grunnskólinn sér hins vegar um að kynna foreldrum aðfluttra nemenda ofangreindar

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR


Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

  • Grunnskólafréttir
  • 1. desember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

  • Grunnskólafréttir
  • 17. nóvember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

  • Grunnskólafréttir
  • 2. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2023

Tóku ţátt í Frímó

  • Grunnskólafréttir
  • 6. maí 2022

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 25. mars 2022

Lćrt um flatarmál

  • Grunnskólafréttir
  • 11. febrúar 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 9. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

  • Grunnskólafréttir
  • 8. febrúar 2022