Í gær voru nemendur 10.bekkjar útskrifaðir frá Grunnskóla Grindavíkur við hátíðlega athöfn. Nemendur tóku við útskriftarskírteini með bros á vör áður en þau héldu út í sumarið.
Athöfnin hófst með ræðu Eysteins Þórs Kristinssonar skólastjóra þar sem hann þakkaði nemendum fyrir veturinn og hvatti þau til dáða fyrir framtíðina.
Næst kom Rakel Vilhjálmsdóttir formaður nemendaráðs og fór yfir félagslífið á skólaárinu sem er liðið.
Þá var komið að Ryana Kaye Calma sem hélt fallega ræðu þar sem hún fór yfir daginn og veginn í skólagöngu sinni við Grunnskóla Grindavíkur.
Garðar Páll Vignisson aðstoðarskólastjóri var næstur á svið og afhenti nemendum viðurkenningar fyrir góðan árangur og vel unnin verkefni.
Antonía Björk Jennýjardóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í listum.
Linda Rún Ingvadóttur hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í textílmennt.
Halldóra Rún Gísladóttir og Björn Atli Hyldahl Guðmundsson hlutu viðurkenningu fyrir frábæran árangur í verkgreinum.
Þá var komið að veita viðurkenningu fyrir félagsstörf í skólanum. Fyrir vel unnin störf í þágu nemenda hlutu þau Rakel Vilhjálmsdóttir formaður nemendaráðs og Jón Breki Einarsson varaformaður nemendaráðs viðurkenningu.
Fyrir einstaka hjálpsemi og hlýju gagnvart öllum í kringum hlaut Isabella Sól Ingvarsdóttir viðurkenningu.
Fyrir góðan árangur í íþróttum pilta og stúlkna veitir Ungmennafélag Grindavíkur farandbikar. Íþróttakona Grunnskóla Grindavíkur skólaárið 2022-2023 er Hjörtfríður Óðinsdóttir.
Íþróttamaður Grunnskóla Grindavíkur er fyrir skólaárið 2022-2023 er Sigurjón Samved Adhikari.
Landsbanki Íslands hefur í mörg ár veitt nemendum Grunnskóla Grindavíkur viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði við útskrift úr 10.bekk. Í ár voru það þær Birta Eiríksdóttir og Antonía Björk Jennýjardóttir sem hlutu þessa viðurkenningu.
Fyrir framúrskarandi árangur í íslensku hlutu þær Birta Þyrí Sverrisdóttir og Hjörtfríður Óðinsdóttir viðurkenningu.
Viðurkenning fyrir bestan námsárangur í dönsku gefur danska sendiráðið viðurkenningu. Hana hlýtur Birta Þyrí Sverrisdóttir.
Fyrir framúrskarandi námsárangur í ensku var það Helga Rut Einarsdóttir sem hlaut viðurkenningu.
Að lokum var veitt viðurkenning fyrir góðan námsárangur í 10.bekk. Í ár hlaut Halldóra Rún Gísladóttir þessa viðurkenningu.
Í lok athafnar fengu fulltrúar nemenda í 10.bekk orðið og voru það þau Helga Rut Einarsdóttir og Jón Breki Einarsson sem veittu umsjónarkennurum sínum gjöf með þökkum fyrir samstarfið í vetur.
Þess má geta að Garðar Páll Vignisson lætur af störfum eftir 36 ára kennsluferil og þar af 32 hér í Grindavík. Hans verður sárt saknað.
Eftir útskriftina var síðan kaffisamsæti þar sem nemendur og foreldrar gæddu sér á veitingum sem framreiddar voru af Höllu Sveinsdóttur ásamt starfsfólki skólans.