Árshátíđin

 • Grunnskólinn
 • 30. ágúst 2010

Árshátíð nemenda í 1. - 3. bekk

Árlega bjóða nemendur í 1. - 3. bekk til árshátíðar í mars. Þetta er fyrsta árshátíðin af þremur í skólanum

Þar koma nemendur fram og bjóða upp á söng, leik, dans, hljóðfæraleik eða hvað annað skemmtilegt og er gengið út frá því að allir nemendur taki þátt/séu virkir á einhvern hátt.

Umsjónarkennari ákveður með sínum bekk hvaða atriði á að æfa og sér um æfingarnar. Miðað er við að hver bekkur sé með 5 - 10 mín. atriði. Umsjónarkennari sér einnig um að útbúa og finna til það sem til þarf í leikmynd eða leikbúninga. Auk þessara atriða syngja nemendur skólans tvö lög fyrir árshátíðargesti

Deildarstjóri ásamt umsjónarkennurum velur nemendur úr 3. bekk til að kynna atriðin. Þeir aðstoða við að útbúa texta og æfa kynnana.
Sú hefð hefur skapast á yngsta stigi að foreldrar koma með kaffimeðlæti á sameiginlegt kaffihlaðborð. Eftir sýninguna er kaffisamsæti með nemendum, starfsfólki og árshátíðargestum. Á árshátíðardaginn er engin kennsla, aðeins árshátíðarskemmtun.

 

Árshátíð nemenda í 4. - 6. bekk

Árshátíð miðstigs er haldin í mars, viku á eftir árshátíð 1. - 3. bekkjar. Allir bekkir á miðstigi eru með atriði til sýningar. Á þessum aldri þarf að sjá til þess að virkja alla og að allir hafi ákveðnu hlutverki að gegna. Atriðin eru alfarið á ábyrgð umsjónarkennara, sem sér um val á atriðum, æfingu og leikstjórn. Einnig aðstoðar umsjónarkennari e.t.v. í samráði við foreldra við leikbúninga og leikmynd. Í hléi selja nemendur í 6.bekk ásamt foreldrum sínum kaffi og kökur til ágóða fyrir ferð 7. bekkja að Reykjum í Hrútafirði, sem þeir fara í, í 7.bekk.

Hlutverk deildarstjóra er að halda utan um skipulag árshátíðar. Hann hengir upp lista fyrir kennara til að skrá atriði bekkjanna og sér um að raða niður atriðum á sýningu.
Deildarstjóri velur tvo kynna úr 6. bekk og semur handrit fyrir þá/aðstoðar þá við það og æfir. Deildarstjóri kemur upplýsingum varðandi leikmynd til sýningastjóra ( nemendur af unglingastigi ). Nemendur í 5. og 6.bekk geta sótt dansleik sem haldinn er að kvöldi árshátíðardags unglingastigsins en þeir fara heim af dansleiknum kl. 23:30 og er það skilyrði sett að foreldrar sjái til þess að börnin þeirra séu sótt. Engin kennsla er á árshátíðardaginn.

 

Árshátíð 7. - 10. bekkjar

Ávallt er vel vandað til árshátíðar 7. - 10. bekkjar Grunnskóla Grindavíkur. Frá 1990 hefur hópur unglinga sett upp stórt leikrit sem ber uppi árshátíðina. Fyrstu árin leikstýrðu kennarar en síðan var farið að ráða menntaða leikara til að setja upp sýningarnar og halda leiklistarnámskeið fyrir nemendur unglingaskólans. Eftirfarandi leikrit hafa verið sett á svið í Grunnskóla Grindavíkur:
1999 Töffhetta fer út á lífið. Eftir leikhópinn. Leikstjóri Þorsteinn Bachmann.
2000
2001
2002 Guli flammingóinn eftir Berg Ingólfsson. Leikstjóri Bergur Þór Ingólfsson
2003 Karfa góð eftir Berg Ingólfsson. Leikstjóri Bergur Þór Ingólfsson
2004 Litla Hryllingsbúðin Leikstjóri Jakob Þór Einarsson
2005 Grease eftir Randal Kleiser. Leikstjóri Jakob Þór Einarsson
2006 Hárið eftir James Rado, Gerome Ragni og Galt MacDermot. Leikstjóri Jakob Þór Einarsson
2007 Bugsy Malone eftir Alan Parker. Leikstjóri Alexía Björg Jóhannesdóttir
2008 Hin fjögur fræknu og vofan eftir Berg Ingólfsson Leikstjóri Bergur Þór Ingólfsson
2009 Ýkt kominn yfir þig eftir Mark Ravenhill. Leikstjóri Víðir Guðmundsson
2010 Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur. Leikstjóri Víðir Guðmundsson
2011 Okkar eigin Grindavík, samið af leikhópnum með aðstoð Mörtu Eiríksdóttur leikstjóra.
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
 

Auk atriða frá nemendum sýna kennarar unglingastigsins atriði, en það hefur alltaf vakið mikla lukku að sjá kennara sýna á sér allt aðra hlið en venjulega.
Löng hefð er fyrir því að sýna árshátíðarleikrit unglingastigsins fyrir bæjarbúa, svokallaðar bæjarsýningar. Þá hafa líka verið sýnd valin atriði af árshátíð miðstigs. Nemendur 10. bekkjar hafa þá selt vöfflur í kaffihléi til ágóða fyrir vorferð sína.
Árshátíðardansleikur er um kvöldið, og stendur hann til kl. 12.00.

Þeir sem hafa ábendingar um hvaða leikrit voru sett á svið frá 1990 til 1998 og svo 2000 og 2001 eru beðnir um að senda þær á kristing@grindavik.is eða smarij@grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR


Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

 • Grunnskólafréttir
 • 1. desember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

 • Grunnskólafréttir
 • 17. nóvember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

 • Grunnskólafréttir
 • 6. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

 • Grunnskólafréttir
 • 2. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

 • Grunnskólafréttir
 • 19. maí 2023

Tóku ţátt í Frímó

 • Grunnskólafréttir
 • 6. maí 2022

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

 • Grunnskólafréttir
 • 25. mars 2022

Lćrt um flatarmál

 • Grunnskólafréttir
 • 11. febrúar 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 9. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

 • Grunnskólafréttir
 • 8. febrúar 2022