Íţróttir og sund

  • Grunnskólinn
  • 30. ágúst 2010

 

Kennsla í íþróttum íþróttum og sundi fer fram í Íþróttamiðstöð Grindavíkur þar sem er 25 metra útisundlaug og íþróttasalur. Jafnframt er aðgengi að Hópinu, fjölnota íþróttahúsi.

Íþróttamiðstöðin er í þægilegu göngufæri fyrir yngstu nemendurna í Hópsskóla en nemendur í 4. til 10. bekk í grunnskólanum þurfa að ganga u.þ.b. 10-15 mínútur í íþróttamiðstöðina.

Sundlaug Grindavíkur er 25 x 12,5 m útisundlaug. Þarna eru tveir heitir pottar, annar með nuddi, barnalaug með svepp, rennibraut og fleira.

Íþróttahúsið er þar skammt frá en það var tekið í notkun 20. október 1985. Stærri salurinn er 900 m2 að stærð en minni salurinn er 140 m2 . Fjórir búningsklefar eru í húsinu auk annars rýmis. 

Skammt frá skólanum er fjölnota íþróttahús, Hópið , sem var tekið í notkun haustið 2009. Þetta er glæsilegt hús sem aðallega er notað til knattspyrnuiðkunar en nýtist einnig í aðrar íþróttagreinar, fyrir göngur fyrir almenning og að sjálfsögðu sem skólamannvirki.

Reglur um íþróttafatnað:
Í 1. til 3. bekk eru allir í íþróttafötum (stuttbuxum og bol) og berfættir.
Í 4. til 10. bekk eiga allir að vera í innanhússíþróttaskóm og íþróttafötum (stuttbuxum og bol).
Allir eiga að fara í sturtu eftir leikfimitíma.

Reglur um sundfatnað:
Sjá nánar hér .


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR


Nýjustu fréttir

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

  • Grunnskólafréttir
  • 17. nóvember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

  • Grunnskólafréttir
  • 2. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2023

Tóku ţátt í Frímó

  • Grunnskólafréttir
  • 6. maí 2022

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 25. mars 2022

Lćrt um flatarmál

  • Grunnskólafréttir
  • 11. febrúar 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 9. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

  • Grunnskólafréttir
  • 8. febrúar 2022

Rökkurró í febrúar

  • Grunnskólafréttir
  • 4. febrúar 2022