Frístundaheimili

  • Grindavíkurbćr
  • 30. ágúst 2010

Skólasel, staðsett í Hópsskóla:
Sími 420 1287
Farsími 660 7321

Reglur um þjónustu frístundaheimilis við Grunnskóla Grindavíkur

Umsjón með Skólaseli hefur
Sigurbjörg Guðmundsdóttir

sigurbjorg@grindavik.is

Aðrir starfsmenn:

Ástríður Hákonardóttir

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Dröfn Einarsdóttir
Danijela Jugovic
Gerður Gunnlaugsdóttir

Harpa Guðmundsdóttir
Hulda Kristín Smáradóttir
Maciej Majewski

Mira Sara Latinovic
Sylwia Ostrowska
Tanja Dóra Benjamínsdóttir

 

 

 

 

Í Skólaseli er boðið upp á skóladagvist fyrir nemendur í 1. - 3. bekk. Þar gefst foreldrum tækifæri til að lengja veru barna sinna í skólanum eftir að kennslu lýkur til kl: 16:00. Hægt er að greiða sérstaklega fyrir auka 15 mínútur frá 16:00 - 16:15

Skráð í Skólaselið til 15. júní 2020 

Skráning í skólselið fer fram í gegnum íbúagátt. Skráning fyrir veturinn 2020-2021 verður opin til og með 15. júní. Börn skráð eftir þann tíma fara á biðlista.  Sjá 4 gr. Í reglum um þjónustu frístundaheimili Grindavíkur hér   

Í Skólaseli er boðið upp á skóladagvist fyrir nemendur í 1. - 3. bekk. Þar gefst foreldrum tækifæri til að lengja veru barna sinna í skólanum eftir að kennslu lýkur til kl: 16:15.

Markmið starfsins er að koma til móts við þarfir samfélagsins, foreldra og atvinnulífs með því að skapa börnunum öruggan og notalegan samastað að skóla loknum. Dagurinn skiptist í frjálsan leik úti og inni og skipulagt starf svo sem föndur, leiki ofl. Lögð er áhersla á friðsamleg og jákvæð samskipti barna og fullorðinna og að dvölin geti verið lærdómsrík og skemmtileg.
Lokað er í vetrar-, jóla- og páskafríi, einnig á árshátíðardegi og vorgleði. Á öðrum skóladögum, þar sem vikið er frá venjulegu skipulagi s.s. á öskudegi og þemadögum opnar Skólasel um leið og dagskrá skóladagsins lýkur. Lokað er á starfsdögum.

Gjaldskrá skólasels er hér fyrir neðan. Greiða þarf fyrirfram hvern mánuð.

Allar upplýsingar fást hjá Sigurbjörgu umsjónarmanni Skólasels í síma 6607321 til 12. júní og eftir 17. ágúst.eða á póstfangið 
sigurbjorg@grindavik.is.

 

Hægt er að kaupa áskrift að Skólaselinu samkvæmt eftirfarandi:

Allir dagar til kl. 15:00 - (13.500.- 1.ágúst 2020 ) + síðdegishressing

Allir dagar til kl. 16:00 - (19.500.- 1.ágúst 2020 ) + síðdegishressing

Hægt er að kaupa 15 mínútur aukalega frá 16:00 - 16:15.  Verð:  160.-

Síðdegishressing 250 kr. (1.ágúst 2020)       

Afsláttarreglur, gilda með leikskóla og vistun hjá dagforeldri

Systkinaafsl. 2. barn  35%
Systkinaafsl. 3. barn 70%
Systkinaafsl. 4. barn og fleiri 100%

Hægt er að sækja um afslátt í gegnum íbúagátt bæjarins hér.  Skrá þarf inn með rafrænum skilríkjum. 


Handbók foreldra
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR