Fundur 2, Innviðanefnd

  • Innviðanefnd
  • 21. nóvember 2024

2. fundur innviðanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 18. nóvember 2024 og hófst hann kl. 15:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, varaformaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður og Sverrir Auðunsson, varam. áheyrnarfulltrúa. 

Einnig sátu fundinn:
Sigurður A Kristmundsson, hafnarstjóri, Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi og Guðjón Bragason, Lögfræðingur. 

Fundargerð ritaði:  Elísabet Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1.      Kalka sorpeyðingarstöð - gámaplan og sorpílát á tímum náttúruhamfara - 2406299
    Bæjarráð vísaði málinu til innviðanefndar til umfjöllunar. 

Björgunarsveitin Þorbjörn getur ekki tekið að sér flutning á tunnum. Ákveðið var þá að ræða við tvö stærstu íþróttafélög bæjarins. 

Innviðanefnd samþykkir að verkefnið fari til körfuknattleiks- og knattspyrnudeildar Grindavíkur. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram og finna hentuga dagssetningu fyrir verkefnið.
         
2.      Umsókn um skipulagsbreytingu og lóðarbreytingu Hafnargata 20 og 22 - 2411031
    Fyrir hönd Þorbjarnar hf. óskar Jón Emil Halldórsson eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis. Óskað er eftir að lóð Hafnargötu 20-22 verði skipt i tvennt svo Hafnargata 22 verði á sér lóð. Lóðin er í eigu Grindavíkurbæjar og á Þorbjörn hf. öll mannvirki á lóðinni. Einnig er sótt um heimild fyrir inn/útkeyrslu inn á lóðirnar frá Seljabót. Möguleg staðsetning er sýnd á mæliblaði. 

Innviðanefnd samþykkir breytinguna og metur hana sem óverulega, þá er fallið frá grenndarkynningu 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga enda varði hún ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Heimild fyrir innkeyrslu inn á lóðirnar frá Seljabót er nú þegar til staðar sbr. gildandi deiliskipulagi Miðbæjar og hafnarsvæðis frá 2015. Hafa skal samráð við forstöðumann áhaldahúss við framkvæmd verkefnisins út frá umferðaröryggissjónarmiðum. 
Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. 2.gr. í viðauka 1.1. í bæjarmálasamþykkt. 

Bent er á að skila þurfi inn deiliskipulagsuppdrætti af lóðarbreytingu. Þegar hún hefur tekið gildi þá þarf að auki að senda inn umsókn um breytingu á lóð enda sé hún þá orðin leyfileg skv. deiliskipulagi. 

Innviðanefnd vekur athygli umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar
         
3.      Umsókn um breytingu á lóð - Efraland og Heimaland - 2411032
    Fyrir hönd lóðareiganda óskar Atli Geir Júlíusson eftir breytingum á lóðunum Efralandi (129170) og Heimalandi (L129141). Breytingar verða eftirfarandi: Heimaland stækkar á kostnað Efralands um 202 fm. Ný lóð verður stofnuð út úr Efralandi að stærð 1.610 fm. Eftir báðar breytingar verður Efraland 16.780 fm (var 20.000 fm). Einnig er beðið um að nýstofnuð lóð haldi nafninu Efraland enda sé þar mannvirki en að landið sem eftir stendur fái nafnið Efstaland. 

Innviðanefnd samþykkir lóðabreytingar. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. 2.gr. í viðauka 1.1. í bæjarmálasamþykkt. 
         
4.      Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir bráðabirgðalögn í Svartsengi - 2411030
    Fyrir hönd HS Orku sækir Stefán Gunnar Thors um framkvæmdaleyfi fyrir bráðabirgðalögn affallsvökva frá orkuveri í Svartsengi til sjávar í Arfadalsvík. Búið er að sækja um undanþágu hjá Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu skv. 29.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.111/2021. Með umsókn fylgir lýsing framkvæmdar, undanþágubréf, áhrifamat og niðurstaða matsskýldufyrirspurnar frá 2012. 

Innviðanefnd samþykkir beiðni um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um að fallist verði á undanþágubeiðni HS Orku frá ákvæðum laga um umhverfismat framkvæmd og áætlana. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. 2.gr. í viðauka 1.1. í bæjarmálasamþykkt. Skipulagsfulltrúa er gert að gefa út framkvæmdarleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga sem gildir í 6 mánuði á forsendum lýsingar og þess að undanþága fáist. Sækja skal um framlengingu ef nauðsyn krefur.
         
5.      Fyrirspurn um svæði undir sprengiefnageymslur - 2411033
    Fyrirtækið Kemis ehf. vill kanna þann möguleika að fá afnot af svæði innan Grindavíkurbæjar undir geymslur fyrir sprengiefni. Svæðið sem þeir hafa í huga er við Vigdísarvallaveg nálægt afleggjara Krýsuvíkurvegar, rétt vestan við Vatnsskarðsnámu. 

Innviðanefnd gerir ekki athugasemd við staðsetningu sprengiefnageymslunnar. Umsækjanda er bent á að nálgast tilskilin leyfi og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
      
6.      Verklag fyrir niðurrif húsa eftir jarðhræringa - 2410017
    Á fundi Innviðanefndar þann 10. október 2024 var sviðsstjóra falið að vinna áfram verklag fyrir niðurrif húsa. Tekin verður staðan eins og hún er í dag. 

Verklag lagt fram. Innviðanefnd líst vel á þá hugmynd að láta gera grunnsniðmát fyrir gerð áhættumats til að auðvelda áhættumatsgerð fyrir niðurrif húsa og leggur til að það verði unnið sem fyrst.
         
7.      Starfsemi Slökkviliðs Grindavíkur - Minnisblað frá HMS - 2411022
    Lagt var fram minnisblað frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dags. 07.11.2024, um starfsemi slökkviliðs Grindavíkur við núverandi aðstæður. HMS hefur sett upp leiðbeiningar um lágmarksviðbragð slökkviliðsins við mism. aðstæður á svæðinu í samræmi við leiðbeinandi hlutverk stofnunarinnar á sviði brunavarna skv. samnefndum lögum nr. 75/2000. 
         
8.      Fundargerðir 2024 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2404011
    Fundargerðir 48. fundar og 49. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja, dags. 12. september og 24. október sl., lagðar fram til kynningar.
         
9.      Verkefni og mat á framtíðarhorfum jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga - Skýrsla forsætisráðherra. - 2411026
    Lögð var fram "Skýrsla forsætisráðherra um helstu verkefni stjórnvalda og mat á framtíðarhorfum vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga". 
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.
 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd