Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag

Skemmtilegur tónfundur var haldinn þriðjudaginn 14. nóvember í sal tónlistarskólans þar sem nemendur skólans komu fram. Tónleikarnir voru fjölbreyttir og skemmtilegir og fóru tónleikagestir glaðir heim. Fleiri myndir af tónleikunum má sjá á Facebook-síðu tónlistarskólans.

>> MEIRA
Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag

Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla

Hljóðfæranemendur tónlistarskólans, þau Hekla Sóley Jóhannsdóttir, Þórey Tea Þorleifsdóttir og Lance Leó Þórólfsson spiluðu nokkur lög fyrir nemendur Hópsskóla á degi íslenskrar tungu.

>> MEIRA
Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla

Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur

Í vikunni bárust tónlistarskólanum að gjöf bók og geisladiskar frá Rut Ingólfsdóttur sem er fiðluleikari og einn af stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur. Rut kvaddi Kammersveit Reykjavíkur eftir 42 ára starf með útgáfu bókarinnar árið 2016. Í þessari glæsilegu bók rekur Rut sögu sveitarinnar, bregður ljósi á starf hljóðfæraleikaranna, samvinnu við tónskáld og stjórnendur, verkefnaval, tónleikaferðir heima og erlendis og framvindu íslensks tónlistarlífs á tímum mikilla breytinga. Tónlistarskólinn kann Rut Ingólfsdóttur bestu þakkir fyrir þessar góðu gjafir.

>> MEIRA
Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur

TILKYNNING

Tilkynning tónlistarskólans

Sjá nánar

Tónlistarskóli Grindavíkur

Ásabraut 2, 240 Grindavík
Sími 420 1130
tonlistarskolinn@grindavik.is

Skólastjóri:
   
Inga Þórðardóttir
inga@grindavik.is
Beinn sími: 420 1133
GSM: 660 7309

 

Grindavík.is fótur