Húsnćđismál

  • Skóla og félagsţjónusta
  • 17. mars 2009

Félagslegt leiguhúsnæði
Grindavíkurbær hefur yfir að ráða félagslegu leiguhúsnæði í Grindavík. Um er að ræða 21 íbúð, og eru 7 íbúðir tveggja herbergja, 11 íbúðir eru þriggja herbergja og 3 íbúðir eru fjögurra herbergja.

Húsnæðisnefnd Grindavíkurbæjar úthlutar félagslegu leiguhúsnæði í Grindavík. Umsóknareyðublað um félagslegt leiguhúsnæði má nálgast hér.

 

Almennar húsaleigubætur
Húsaleigubætur er greiddar skv. lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur, sbr. reglugerð nr. 118/2003 um húsaleigubætur. Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Berist umsókn seinna verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar. Húsaleigubætur koma til greiðslu frá og með næsta mánuði eftir að réttur til bóta hefur verið staðreyndur. Reikniforrit vegna almennra húsaleigubóta má finna hér. Umsóknareyðublað um almennar húsaleigubætur má finna hér.

Sérstakar húsaleigubætur
Þeir Grindvíkingar sem búa í almennu leiguhúsnæði geta nú sótt um sérstakar húsaleigubætur hjá Grindavíkurbæ.

Í reglugerð um sérstakar húsaleigubætur í Grindavík kemur fram að þær eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra erfiðleika. Eignir og tekjur umsækjenda miðast við ákveðnar hámarksupphæðir og umsækjandi þarf að hafa átt lögheimili í Grindavík samfellt síðastliðna 18 mánuði þegar sótt er um.

Reglur Grindavíkurbæjar um sérstakar húsaleigubætur má nálgast hér.
Þeir sem vilja sækja um félagslega leiguíbúð þurfa að fylla út þetta eyðublað hér.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR