Grunnskóli Grindavíkur

Lestrarátak á yngsta stigi

Undanfarnar 2 vikur hefur yngsta stigið verið í lestrarátaki, svokölluðum Lestrarspretti. Þemað í þetta skiptið var „Fiskar" en börnin höfðu nýlokið við að lesa bókina Ég vil fisk eftir Áslaugu Jónsdóttur.

 

>> MEIRA
Lestrarátak á yngsta stigi
Starfsdagur í Grunnskólanum

Starfsdagur í Grunnskólanum

Mánudaginn 23. október verður starfsdagur hjá kennurum í Grunnskóla Grindavíkur. Því er frí hjá nemendum þann daginn sem mæta aftur samkvæmt stundatöflu á þriðjudaginn. Tekið skal fram að einnig verður lokað í Skólaseli á mánudag.

>> MEIRA
Lestrarátak á miđstigi

Lestrarátak á miđstigi

Mánudaginn 9.október hófst lestrarátak á miðstigi. Átakið stendur í tvær vikur og fer þannig fram að nemendur lesa heima í 20 mínútur í senn. Lesturinn er viðbót við venjulegan heimalestur og fá nemendur bókakilju fyrir hverjar 20 mínútur sem þeir lesa. Bókakiljan er síðan sett í bókahillu sem hver bekkur á.

>> MEIRA
Flottur útivistarhópur

Flottur útivistarhópur

Fyrsti bekkur fer í smiðjur 2 x í viku í klukkutíma í senn. Smiðjurnar sem boðið er uppá eru; myndmennt, textilmennt, tæknimennt, hér og nú, útivist og tölvur. Útivistarhópurinn stóð sig verulega vel í vikunni. Þau fóru út í hraun, þar fundu þau stóra ruslatunnu sem var fyllt með rusli sem þau fundu. Börnin voru alveg gáttuð á því hvað mikið væri af rusli í öllum gjótum í hrauninu.  

>> MEIRA
Forvarnardagurinn í 9. bekk

Forvarnardagurinn í 9. bekk

Í dag var forvarnadagurinn haldinn hjá 9. bekk í Grunnskóla Grindavíkur. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum.

>> MEIRA