Grunnskóli Grindavíkur

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

Starfsmann vantar til starfa í Skólaseli. Starfstími frá kl. 13:00 - 16:00. Starfið er fjölbreytt og gefandi.
Upplýsingar veitir Sigurbjörg Guðmundsdóttir forstöðumaður, sími 660-7321.

Einnig vantar starfsmann í ræstingu við skólann, eftir hádegi.
Upplýsingar veitir Guðbjörg Sveinsdóttir skólastjóri sími 420-1200.

>> MEIRA
Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur
Skólabyrjun

Skólabyrjun

Skólasetning í Grunnskóla Grindavíkur verður þriðjudaginn 22. ágúst n.k. og verða nemendur og forráðamenn fyrstu bekkinga boðaðir í viðtöl en aðrir foreldrar panta viðtalstíma í Mentor.  Skráning nýrra nemenda er hjá ritara skólans á Ásabraut. Við hlökkum til að sjá ykkur
Starfsfólk Grunnskólans

>> MEIRA
Tilkynning til foreldra vegna námsgagna

Tilkynning til foreldra vegna námsgagna

Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að greiða námsgögn fyrir nemendur í 1.-10. bekk við Grunnskóla Grindavíkur.

Foreldrar þurfa því ekki að kaupa námsgögn, en eftir sem áður þurfa nemendur að eiga ritföng heima fyrir. ​

>> MEIRA
Kynningarfundur fyrir foreldra barna fćdd 2011

Kynningarfundur fyrir foreldra barna fćdd 2011

Fræðslufundur verður haldinn 17. ágúst n.k. kl. 17:00 í starfsstöð skólans við Suðurhóp (Hópsskóli) fyrir foreldra barna sem fædd eru 2011, Starfsfólk Grunnskóla Grindavíkur og starfsfólk Skólaskrifstofu Grindavíkurbæjar bjóða þér/ykkur á fræðslufund þar sem farið er yfir ýmsa þætti varðandi væntanlega grunnskólagöngu barns þíns. Foreldrar hitta kennara 1. bekkinga og fá að skoða aðstæður auk þess sem skólastarfið verður kynnt. 

>> MEIRA
10. bekkingar styđja gott málefni

10. bekkingar styđja gott málefni

Í lok júnmánaðar gáfu útskriftarnemendur grunnskólans 140.000 kr í gott málefni. Forsaga þess er að í haust hófu nemendur að skipuleggja leiðir til fjáröflunar á útskriftarferð vorsins. Markmiðið var að nemendur þyrftu að bera sem minnstan kostnað við ferðalagið en um leið að allt umframfjármagn sem safnaðist, skyldi varið í góðan málstað. 

>> MEIRA