Fundur 1616

  • Bćjarráđ
  • 13. júlí 2022

1616. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 12. júlí 2022 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður. Hallfríður G Hólmgrímsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, varamaður. Ásrún Helga Kristinsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sverrir Auðunsson, varam. áheyrnarfulltrúa.

Einnig sat fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 1. mál: 2201039 Fráveita Grindavíkurbæjar - dælulögn frá Seljabót og sem 11. mál: 2207051 Kaup Síldarvinnslunnar á hlutafé Vísis ehf. 

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1.      Fráveita Grindavíkurbæjar - dælulögn frá Seljabót - 2201039
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfisssviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Tilboð verktaka vegna aukalagna í Miðgarð lagt fram. Um er að ræða endurnýjun á 250 mm skólplögn og 500 mm regnvatnslögn vegna flóða. 

Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að leggja viðaukabeiðni fyrir bæjarráð vegna framkvæmdarinnar.
         
2.      Deiliskipulagsbreyting í Laut - 2106115
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Auglýsingartími fyrir deiliskipulagstillögu Lautar er lokið. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 16. maí til og með 28.júní 2022. 

Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands, HS veitum og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Þá barst ein athugasemd frá íbúa. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagstillöguna í umsögnum. Í athugasemd íbúa er lagt til að svæðið verði opið svæði með trjálund, sætum og bekkjum í stað íbúðarsvæðis, einnig var lýst yfir ánægju með aukningu bílastæða fyrir hverfið á svæðinu. Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við athugasemd íbúa, svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 og þegar eru til staðar bæði innan svæðis, við leikskólann Laut, og í næsta nágrenni við Grunnskóla Grindavíkur svæði sem nýtast íbúum Grindavíkur. Þá bendir skipulagsnefnd á að í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir litlu útivistasvæði við endann á Laut 10 og 12 sem liggur við stíga sem tengjast aðliggjandi götum. 

Skipulagsnefnd samþykktir skipulagstillöguna á fundi 103. nefndarinnar þann 7. júlí 2022 og var henni vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs. 

Bæjarráð samþykkir skipulagstillöguna. Þá samþykkir bæjarráð bókun skipulagsnefndar um athugasemd íbúa við tillöguna. 

Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim er gerði athugasemd við tillöguna umsögn skipulagsnefndar og bæjarráðs um hana. 
         
3.      Hverfisskipulag Stíga- og Vallahverfis í Grindavík - 2106112
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Auglýsingartíma fyrir hverfisskipulag stíga- og vallahverfis er lokið. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 16. maí til og með 28.júní 2022. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Tillögur að viðbrögðum við umsögnum lagðar fram. 

Skipulagsnefnd samþykktir skipulagstillöguna og tillögur að viðbrögðum við umsögnum á 103. fundi nefndarinnar þann 7. júlí 2022 og var henni vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs. 

Bæjarráð samþykkir skipulagstillöguna og tillögu að viðbrögðum við umsögnum um hana. 

Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim er gerðu athugasemd við skipulagstillöguna umsögn bæjarstjórnar um þær.
         
4.      Beiðni um umsögn um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga 2008-2020 - 2206084
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir athugasemdum vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins og deiliskipulagi íbúðarsvæðisins Grænuborgar. Breytingin felst m.a. í að mögulegum íbúðum á svæðinu fjölgar um 400 og þéttleiki byggðar á svæðinu er aukinn. 

Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna á fundi nefndarinnar nr. 103 þann 7.júlí 2022. 

Bæjarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar um að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna. 
         
5.      Beiðni um umsögn vegna deiliskipulags við Snókalönd við Bláfjallaveg í Hafnarfirði - 2207016
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Hafnarfjarðarbær óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar um skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags við Snókalönd við Bláfjallaveg. 

Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna á fundi nefndarinnar nr. 103 þann 7.júlí 2022. 

Bæjarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar um að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna. 
         
6.      Framkvæmdir í nýjum íþróttasal á árinu 2022 - 2207041
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Farið yfir stöðuna á fyrirhuguðum framkvæmdum í nýjum íþróttasal á árinu 2022. 

Stúka: Stefnt er að því að stúkan verði samþykkt í framleiðslu fyrir 15. júlí 2022. Uppsetning á stúku verður þá ekki fyrr en í nóvember/desember 2022, þ.e eftir að keppni í meistaraflokkum karla og kvenna hefst í haust. 
Svalir: Tilboð frá Grindinni í svalir ofan við stúku og fjölmiðlarsvalir ofan varamannabekkja lagt fram. Bæjarráð samþykkir tilboð Grindarinnar og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við verktaka. Gert er ráð fyrir því að verktaki hefjist strax handa við undirbúning verkefnis. 
Töflur/skjáir í sal: Gert er ráð fyrir að verðfyrirspurn fyrir töflur/skjái fari út í vikunni. Tilboð verða lögð fyrir bæjarráð þegar þau liggja fyrir á næstu vikum. 
Hljóðveggur í sal: Sviðsstjóra falið að ræða við hönnuði um hljóðveggina sem valda truflun við leik og keppni í salnum. Útfærsla og kostnaður verður lagður fyrir bæjarráð þegar þær upplýsingar liggja fyrir. 

Á fjárhagsáætlun ársins 2022 eru 78 milljónir. Ljóst er að fyrirhugaðar framkvæmdir fara fram úr þeirri áætlun. Sviðsstjóra falið að leggja fram viðaukabeiðni til bæjarráðs á næstu vikum, þ.e. þegar kostnaður við töflur/skjái og hljóðvegg liggur fyrir. 
         
7.      2022-025190 Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað - 2207042
    Jákvæðar umsagnir frá slökkviliði og byggingafulltrúa liggja fyrir. 

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.
         
8.      Framboðsfrestur til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2207021
    Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags 5. júlí sl. vegna framboðsfrest til formanns sambandins. 

Framboðsfrestur er til og með 15. júlí og kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórn.
         
9.      Endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar - 2206049
    Lagður fram samningur við KPMG um ráðgjafaþjónustu tengt úttekt á stjórnskipulagi Grindavíkurbæjar og undirbúningi við innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. 

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirrita hann.
         
10.      Sóknaráætlun Suðurnesja - tilnefning í Uppbyggingasjóð Suðurnesja - 2207044
    Lagt fram bréf frá SSS, dags 6. júlí 2022 þar sem óskað er eftir tilnefningum í sjóðinn. Tilnefna þarf 4 aðila, tvo karla og tvær konur. 

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins. 

         
11.      Kaup Síldarvinnslunnar á hlutafé Vísis ehf. - 2207051
    Bæjaryfirvöld hafa fundað með forsvarsmönnum Vísis ehf. og Síldarvinnslunnar. Síldarvinnslan hefur keypt allt hlutafé Vísis ehf. og mun Vísir ehf. verða rekið áfram sem dótturfélag Síldarvinnslunnar. 

Bundnar eru miklar vonir við að sú framtíðarsýn, að hjá Vísi ehf í Grindavík verði höfuðstöðvar bolfiskvinnslu félaganna, gangi eftir. Jafnframt liggja mikil tækifæri í fiskeldi á svæðinu á komandi árum. 

Til þess að styðja við þessar áætlanir mun Grindavíkurbær fara í ítarlega greiningu á uppbyggingaþörf hafnarmannvirkja í Grindavík ásamt kostnaðarmati og ávinningi af slíkum hafnarbótum fyrir Grindavíkurhöfn og samfélagið allt í Grindavík.
         
12.      Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2022 - 2203042
    Fundargerð stjórnar Kölku nr. 536, dags 14. júní 2022, er lögð fram til kynningar.
         
13.      Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2201049
    Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. maí 2022, er lögð fram til kynningar.
         
14.      Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2201049
    Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. júní 2022, er lögð fram til kynningar.
         
15.      Frístunda- og menningarnefnd - 116 - 2206012F 
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
16.      Skipulagsnefnd - 103 - 2207004F 
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
17.      Fræðslunefnd - 120 - 2206020F 
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135