Undanfarin ár hefur Foreldrafélagið okkar góða staðið fyrir Bangsaspítala ár hvert í október. Hugmyndin er að börnin komi með slasaðan bangsa að heiman sem er kannski fótbrotinn, með gat á hausnum eða jafnvel handleggsbrotinn. Vaskir meðlimir úr Foreldrafélaginu mættu á svæðið íklæddir hvítum læknasloppum tilbúin til að taka á móti "sjúklingunum" .
Börnin sátu á " biðstofunni " og biðu eftir að kallað væri á þau, góð æfingi í þolinmæði Síðan þurftu þau að segja "lækninum " hvað væri að bangsanum, hvað hann heitir og svona létt spjall. Börnin voru ánægð, allir bangsar fengu bót sinna meina og Foreldrafélagið stóð sig með prýði. Mögulega getur þetta líka hjálpað þeim börnum sem eru kannski smeyk við að hitta alvöru lækna Færum Foreldrafélaginu okkar bestu þakkir fyrir framtakið