421. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 22. ágúst 2012 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Bryndís Gunnlaugsdóttir (BG), Guðmundur L. Pálsson (GLP), Páll Jóhann Pálsson (PJP), Kristín María Birgisdóttir (KMB), Páll Valur Björnsson (PVB), Hilmar E Helgason (HEH), Lovísa Hilmarsdóttir (LH), Róbert Ragnarsson og Jón Þórisson.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá:
1. 1208016 - Samstarfssamningur B-,G- og S- lista og skipan í nefndir og ráð á vegum Grindavíkurbæjar.
Til máls tóku: Bryndís, Guðmundur, Páll Jóhann, Páll Valur, Kristín María og Lovísa
Samstarfssamningur lagður fram til kynningar:
Fulltrúar B-, G- og S-lista hafa komið sér saman um eftirfarandi samstarfssamning:
Fulltrúar B-, G- og S-lista eru sammála því að starfa af heiðarleika, jafnrétti og virðingu. Lögð er áhersla á að halda áfram þeim vinnubrögðum er verið hafa í bæjarstjórn síðustu tvö árin þar sem áhersla er lögð á að ræða mál af opnum hug og skoða allar mögulegar leiðir áður en bæjarfulltrúar gera upp hug sinn um hvaða leið skuli farin. Leitast skal við að hafa gott samstarf milli allra bæjarfulltrúa óháð flokki og tryggja að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin.
Grindavíkurbær er vel stætt bæjarfélag og á síðustu tveimur árum hefur bæjarstjórn leitað allra leiða til að tryggja að rekstrartekjur standi undir rekstrargjöldum. Stefnt er að því að jafnvægi í rekstri náist sem fyrst og að rekstur Grindavíkurbæjar verði í samræmi við nýjar fjármálareglur sveitarfélaga.Í ljósi atvinnuástandsins eru fulltrúar B-, G- og S-lista einnig sammála því að Grindavíkurbær beri þá skyldu að ýta undir atvinnuuppbyggingu, meðal annars með því að fara í nauðsynlegar framkvæmdir í bæjarfélaginu. Framkvæmdir mega þó aldrei vera það miklar að rekstur sé ekki í jafnvægi og stefnt skal að því að handbært fé bæjarins fari ekki undir einn milljarð króna. Samkomulag er um að halda áfram uppbyggingu á tónlistarskóla og bókasafni við Grunnskóla Grindavíkur. Einnig skal haldið áfram uppbyggingu á íþróttasvæðinu í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Hraði uppbyggingar skal ráðast af fjárhagsstöðu Grindavíkurbæjar sem og aðstæðum í atvinnulífinu. Að auki skal byggja upp aðstöðu fyrir salerni og veitingasölu við Hópið sem nýtist bæði stúkunni og Hópinu. Allar þessar framkvæmdir eru nú þegar á fjárhagsáætlun ársins 2012 eða á þriggja ára fjárhagsáætlun.
Fulltrúar B-, G- og S-lista eru sammála um að strax í haust verði þrjú mál sett í vinnslu í nefndum bæjarins. Í fyrsta lagi að bæjarráði verði falið að vinna jafnréttisáætlun fyrir Grindavíkurbæ. Í öðru lagi að fræðslunefnd og skipulagsnefnd- og umhverfisnefnd skoði möguleika á því að setja upp útikennslusvæði í samvinnu við alla skóla í Grindavík, sjávarútvegsfyrirtækin og fyrirtæki er nýta orkuauðlindir innan sveitarfélagsins. Náist samstaða um verkefnið verður leitað leiða til að koma því í framkvæmd á kjörtímabilinu. Í þriðja lagi að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið annars vegar koma með tillögur að því hvernig Grindavíkurbær getur á einfaldan og fljótlegan hátt aukið umhverfisvitund og endurvinnslu innan stofnana bæjarins og hins vegar að skoða kosti og galla þess að Grindavíkurbær starfi í samræmi við Staðardagskrá 21.
Fulltrúar B-, G- og S-lista telja mikilvægt að bæjarstjórn haldi áfram að styðja við atvinnuuppbyggingu í bæjarfélaginu sem og að styðja við þau fyrirtæki sem nú þegar eru staðsett í Grindavík, svo sem í sjávarútvegi og ferðamannaiðnaði. Áfram skal stefnt að því að gera Grindavíkurbæ að eftirsóknarverðum stað bæði fyrir íbúa bæjarfélagsins sem og gesti, meðal annars með því að halda áfram uppbyggingu á göngustígum og fegrun bæjarins. Mikilvægt er einnig að styðja við þær skólastofnanir sem eru í Grindavík svo börn og ungmenni bæjarins fái góða menntun, en fyrirliggjandi eru metnaðarfullar umbótaáætlanir í skólastarfi bæjarins. Fulltrúar B-, G- og S-lista eru sammála því að mikilvægt sé að halda áfram uppbyggingu símenntunar í bænum í samstarfi við MSS og að aðstoða Fisktækniskóla Suðurnesja í Grindavík í baráttu þeirra við að fá úthlutað nemendaígildum á framhaldsskólastigi.
Fulltrúar B-, G- og S-lista eru sammála um að:
• B-listi skipi forseta bæjarstjórnar.
• G-listi skipi formann bæjarráðs.
• B-listi skipi formann hafnarstjórnar, félagsmálanefndar og kjörstjórnar.
• G-listi skipi formann fræðslunefndar ásamt formanni frístunda- og menningarnefndar.
• S-listi skipi formann skipulags- og umhverfisnefndar.
• B-listi skipi aðalmann í stjórn SSS en G-listi skipar varamann.
• S-listi skipi aðalmann í stjórn Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja en B-listi skipar varamann.
• G-listi skipar aðal- og varamann í stjórn HES.
• B-listi skipar aðalmann í stjórn menningarráðs Suðurnesja en G-listi skipar varamann.
Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu um skipan í nefndir, ráð og stjórnir:
Forseti bæjarstjórnar
Bryndís Gunnlaugsdóttir B
1. Varaforseti
Kristín María Birgisdóttir G
2. Varaforseti
Páll Valur Björnsson S
Kjör í nefndir skv. 57. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar
A. Til eins árs. Á fundi í júní ár hvert:
1. Bæjarráð.
• Kristín María Birgisdóttir formaður G
• Bryndís Gunnlaugsdóttir varaformaður B
• Páll Valur Björnsson S
Varamenn
• Dagbjartur Willardsson G
• Páll Jóhann Pálsson B
• Marta Sigurðardóttir S
Áheyrnarfulltrúi
• Guðmundur Pálsson D og Vilhjálmur Árnason D til vara.
2. Kjörstjórn.
• Helgi Bogason B
• Jónína Ívarsdóttir G
• Þórunn Sigurlaug Jóhannsdóttir S
Varamenn
• Sesselja Hafberg B
• Dagný Erla Vilbergsdóttir G
• Hilmar Knútsson S
B. Til fjögurra ára. Á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum bæjarstjórnarkosningum:
1. Almannavarnanefnd.
Óbreytt
• Sigurður Ágústsson, staðgengill lögreglustjóra
• Ásmundur Jónsson, Slökkviliðsstjóri, formaður
• Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri
• Ingvar Gunnlaugsson, Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
• Jón Valgeir Guðmundsson, fulltrúi Björgunarsveitar
• Rósa Halldórsdóttir, fulltrúi Rauða kross
2. Félagsmálanefnd.
Óbreytt
• Ásrún Helga Kristinsdóttir, formaður B
• Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir, varaformaður B
• Jóhanna Sævarsdóttir D
• Anna Sigríður Jónsdóttir G
• Hulda Jóhannsdóttir S
Varamenn
• Björgvin Björgvinsson B
• Björg Guðmundsdóttir B
• Stefanía S Jónsdóttir D
• María Jóhannesdóttir G
• Magnús Andri Hjaltason S
3. Frístunda- og menningarnefnd.
• Helena Bjarndís Bjarnadóttir, formaður G
• Lovísa Hilmarsdóttir G
• Unnar Magnússon B
• Jóna Rut Jónsdóttir D
• Helga Kristjánsdóttir S
Varamenn
• Kristín María Birgisdóttir G
• Helgi Þór Guðmundsson G
• Björgvin Björgvinsson B
• Ægir Viktorsson D
• Páll Þorbjörnsson S
4. Fræðslunefnd.
• Dagbjartur Willardsson formaður G
• Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir G
• Páll Valur Björnsson S
• Eva Björg Sigurðardóttir B
• Klara Halldórsdóttir D
Varamenn
• Helena Bjarndís Bjarnadóttir G
• Guðrún Atladóttir G
• Stefanía Stefánsdóttir S
• Guðmundur Grétar Karlsson B
• Þórunn Svava Róbertsdóttir D
5. Hafnarstjórn.
Óbreytt
• Páll Jóhann Pálsson, formaður B
• Hilmar E. Helgason, varaform B
• Pétur Benediktsson G
• Bergþóra Gísladóttir S
• Eiríkur Dagbjartsson D
Varamenn
• Andrés Óskarsson B
• Þorlákur Halldórsson B
• Leifur Guðjónsson G
• Ólafur Sigurpálsson S
• Heiðar Hrafn Eiríksson D
6. Skipulags- og umhverfisnefnd.
• Marta Sigurðardóttir formaður S
• Guðmundur Einarsson S
• Bryndís Gunnlaugsdóttir B
• Helgi Þór Guðmundsson G
• Jón Emil Halldórsson D
Varamenn
• Stefanía Stefánsdóttir S
• Harpa Guðmundsdóttir S
• Bjarni Rúnar Einarsson B
• Pétur Benediktsson G
• Guðbjörg Eyjólfsdóttir D
7. Embætti búfjáreftirlitsmanns.
Óbreytt
• Hörður Guðbrandsson
8. Fjallskilanefnd.
Óbreytt
• Ásta Jóhannesdóttir
• Hermann Th. Ólafsson
• Hörður Sigurðsson
Varamenn
• Guðjón Þorláksson
• Þórir Kristinsson
• Ómar Davíð Ólafsson
9. Fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
• Bryndís Gunnlaugsdóttir B
• Kristín María Birgisdóttir G
Varamenn
• Páll Valur Björnsson S
• Guðmundur Pálsson D
10. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Óbreytt
• Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri
11. Heilbrigðisnefnd.
• Lovísa Hilmarsdóttir G og til vara Kristín María Birgisdóttir G
12. Skoðunarmenn reikninga.
Fallið brott í nýjum lögum
13. Stjórn Reykjanesfólkvangs.
• Kristín María Birgisdóttir G og til vara Marta Sigurðardóttir S
14. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
• Bryndís Gunnlaugsdóttir B og til vara Kristín María Birgisdóttir G
15. Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
• Páll Valur Björnsson S og til vara Páll Jóhann Pálsson B
16. Fulltrúa í stjórn Suðurlinda ohf.
Óbreytt
• Páll Jóhann Pálsson B og til vara Kristín María Birgisdóttir G
17. Menningarráð Suðurnesja
• Bryndís Gunnlaugsdóttir B og til vara Kristín María Birgisdóttir G
Tillagan er samþykkt með 7 atkvæðum.
Bókun
Þessi tíðu meirihlutaslit sem hér hafa verið frá því á síðasta kjörtímabili til dagsins í dag, eru okkur Grindvíkingum ekki til framdráttar.
Því vonar undirritaður, Grindvíkinga vegna að þeir sem mynda þennan meirihluta haldi nú út kjörtímabilið en víki sér ekki undan ábyrgð eins og framsóknarmenn gerðu þegar þeir slitu meirihlutanum við sjálfstæðismenn í síðustu viku.
Guðmundur Pálsson
Fulltrúi D -lista
Bókun
Framsóknarmenn í Grindavík lögðu upp með það í síðustu sveitarstjórnarkosningum að boða ný vinnubrögð. Bæjarfulltrúar Framsóknar fylgdu því þeirri sannfæringu sinni þegar þeir mátu vinnubrögð og heiðarleika fram yfir hefðbundin gamaldags meirihlutavinnubrögð þar sem ákvarðanir og hrossakaup eiga sér stað á meirihlutafundum. Sem stærsti flokkurinn í bæjarstjórn bera fulltrúar Framsóknar mikla ábyrgð á því hvers konar vinnubrögð eru viðhöfð og axla þá ábyrgð með því að hafna slíkum vinnubrögðum og mynda samstarfssamning með G- og S-lista sem byggist á því að allir bæjarfulltrúar starfi saman og komist að niðurstöðu í fyrirliggjandi málum óháð flokki.
Fulltrúar B-lista
2. 1208002 - Umræður um stöðu mála úr fundagerð bæjarráðs Sandgerðisbæjar vegna viðræðna um samstarf/sameiningu SS og Sorpu
Til máls tóku: Páll Jóhann, Guðmundur, Kristín María, bæjarstjóri og Páll Valur
Bréfi bæjarráðs Sandgerðisbæjar lagt fram.
3. 1208007 - Fundargerð 1. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja,
Fundargerðin er lögð fram.
Bókun
Bæjarstjórn Grindavíkur óskar Suðurnesjamönnum til hamingju með Þekkingarsetur Suðurnesja og óskar stofnuninni velfarnaðar í sínum störfum.
4. 1208006 - Fundargerð 19. fundar stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Fundargerðin er lögð fram.
5. 1208005 - Fundargerð 427. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. þann 9. ágúst 2012
Fundargerðin er lögð fram.
6. 1205069 - 642.fundur haldin í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundarboð og fundargerð.
Fundargerðin er lögð fram.
Til máls tók: Bryndís
7. 1206001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1291
Fundargerðin er lögð fram.
Allir tóku til máls.
8. 1206005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1292
Fundargerðin er lögð fram.
Allir tóku til máls.
9. 1207002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1293
Fundargerðin er lögð fram.
Allir tóku til máls.
10. 1207005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1294
Fundargerðin er lögð fram.
Allir tóku til máls.
11. 1207008F - Bæjarráð Grindavíkur - 1295
Fundargerðin er lögð fram.
Allir tóku til máls.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00