Skemmtilegt Bacalaomót

  • Fréttir
  • 3. júní 2011

Knattspyrnudeild Grindavíkur stóð fyrir fótboltamóti í gær fyrir fyrrverandi leikmenn, stjórnarmenn, þjálfara og stuðningsmenn liðsins. Hvorki fleiri né færri en 100 kempur mættu til leiks og sýndu listir sínar á aðalvellinum. Um kvöldið var svo veisla í risastóru tjaldi við Gula húsið þar sem hátt í 200 manns voru í mat og skemmtu sér vel þar sem Bakkalábandið, The Backstabbing Beatles og Árni Johnsen sáu um fjörið.

Þar sem Bacalaomótið tókst svona ljómandi vel var ákveðið að gera mótið að árlegum viðburði. Leikmönnum var skipt upp í tvö lið, Þórkötlustaðahverfi og Járngerðarstaðahverfi og fór svo að Þórkötlustaðahverfi bar sigur úr bítum. Þá var elsti leikmaður mótsins, Jón Gíslason, verðlaunaður.

 

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. maí 2025

Alli á Eyri í Kvikunni

Fréttir / 30. apríl 2025

Rýmingarflautur prófaðar í dag kl. 11

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferð FebG í Þórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuð í dag - Opið á morgun

Fréttir / 11. apríl 2025

Ný stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga