Fjármálaráðherra ánægður með útivistina í Grindavík

  • Fréttir
  • 27. janúar 2019

Það þarf ekki að fara langt út fyrir höfuðborgarsvæðið til að upplifa náttúruparadísina í sinni fegurstu mynd, enda óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn þegar jafn fallegt svæði og Reykjanesið er í seilingarfjarlægð. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kom til Grindavíkur um helgina og sá auðvitað tilefni til að senda snapp ofan af Þorbirni þar sem hann dáðist af fegurðinni. 

„Hér er ekki amalegt að vera. Uppi á Þorbirni hérna rétt við Grindavík, horfi þangað niður núna, í blanka logni og blíðu, með heiðan himinn, í sólskini, með gríðarlegt útsýni til allra átta,  hvítt yfir öllu“

Þeir sem búa í Grindavík og aðrir sem leggja reglulega leið sína upp á Þorbjarnarfellið góða vita nákvæmlega hvað hér er átt við. 

Myndir teknar af Snapchat Bjarna Benediktssonar, bbenediktsson


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. maí 2025

Alli á Eyri í Kvikunni

Fréttir / 30. apríl 2025

Rýmingarflautur prófaðar í dag kl. 11

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferð FebG í Þórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuð í dag - Opið á morgun

Fréttir / 11. apríl 2025

Ný stuðningsúrræði fyrir Grindvíkinga