Sophie O'Rourke í Grindavík

  • Knattspyrna
  • 25. júlí 2018

Grindavík hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í Pepsi-deild kvenna, en Sophie O'Rourke hefur skrifað undir samning við liðið. Sophie er 19 ára kantmaður frá Englandi, en hún hefur leikið með Reading í heimalandi sínu. Sophie greindi sjálf frá félagaskiptunum á Twitter.

Koma Sophie til Grindavíkur er eflaust kærkomin á þessum tímapunkti en þrír leikmenn eru nú að yfirgefa liðið, þær Elena Brynjarsdóttir, Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir og Dagbjört Ína Guðjónsdóttir. Þá gekk hin brasilíska Rilany Da Silva til liðs við Atletico Madrid á dögunum, svo það hefur kvarnast aðeins úr hópnum.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 4. apríl 2025

Opið til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Aðgengi takmarkað til Grindavíkur

Fréttir / 18. mars 2025

Open house