Framkvæmdum við Brimketil að ljúka - myndband

  • Fréttir
  • 10. maí 2017

Framkvæmdir við Brimketil eru vel á veg komnar en starfsmenn ÍAV hafa undanfarið unnið að uppsetningu útsýnispalls við ketilinn ásamt því að leggja göngustíga, laga vegi og bílastæði. Stefnt er að formlegri opnun í Geopark-vikunni sem verður 29. maí - 3. júní. Einnig hefur verið unnið að nýjum bílastæðum við Reykjanesvita og þá hafa verið sett upp fræðsluskilti um jarðfræði, náttúru og sögu svæðisins.

Íslenskir aðalverktakar birtu þetta myndband á Facebook-síðu sinni á dögunum sem sýnir á skemmtilegan hátt hversu mögnuð framkvæmd þetta er, en starfsmenn þeirra hafa fengið yfir sig nokkrar gusur af sjó meðan á framkvæmdunum hefur staðið: 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 4. apríl 2025

Opið til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Aðgengi takmarkað til Grindavíkur

Fréttir / 20. mars 2025

Póstbox í Grindavík

Fréttir / 18. mars 2025

Open house