Við setningu menningarviku laugardaginn 13. mars í Saltfisksetrinu verður hafist handa við að prjóna lengsta trefil í heimi og fá metið skráð í heimsmetabók Guinnes. Það er engin önnur en Dorrit Moussaief forsetafrú sem ætlar að byrja að prjóna trefilinn en hún verður viðstödd setningu menningarviku.
Áætlað er að verkið takið eitt ár og trefillinn verði tilbúinn á menningarviku 2011.