Jákvćđ samskipti og gleđi í Kvikunni

  • Fréttir
  • 2. október 2025

Komdu og taktu þátt í viðburði með Kvenfélagi Grindavíkur og Önnu Steinsen frá Kvan, þann 8. október í Kvikunni í Grindavík klukkan 10:00.

Við munum kafa djúpt í málefni jákvæðra samskipta, hvernig kynslóðir geta tengst betur og hvernig við getum viðhaldið gleði í daglegu lífi.

Í tengslum við Viku einmanaleikans kynnum við spjallbekki sem eru sérstaklega merktir. Þeir gefa til kynna að sá sem situr þar sé fús til að spjalla eða opinn fyrir samtali.

Spjallbekkirnir eru staðsettir á opinberum stöðum, eins og í almenningsgörðum, við gönguleiðir, í verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðstöðvum, og eru því auðveldlega aðgengilegir fyrir vegfarendur. Merkingarnar hvetja fólk til að hefja samtöl, efla tengsl og samfélagskennd og eru aðgengilegar öllum, óháð aldri eða aðstæðum.

Af því tilefni verður Spjallbekkur sem Kvenfélag Grindavíkur gefur Grindavíkurbæ vígður þennan sama dag.

Verið velkomin að deila hugsunum, læra nýjar aðferðir og byggja upp sterkari tengsl!

Hlökkum til að sjá sem flesta á frábærum degi í Grindavík!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 14. nóvember 2025

Niđurrif altjónshúsa í Grindavík

Fréttir / 14. nóvember 2025

Grindavík Committee Announcement

Fréttir / 11. nóvember 2025

33 úr Grindavík fengu styrk úr Sóknarsjóđi

Fréttir / 31. október 2025

Allra heilagra messa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. október 2025

Ari Trausti og Elliđi Vignisson í Kvikunni

Fréttir / 17. október 2025

Seljabót lokađ viđ Ránargötu

Fréttir / 16. október 2025

Stund í tali og tónum í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 14. október 2025

Breyttur opnunartími íţróttamannvirkja

Fréttir / 14. október 2025

Grindavík – saman í sókn

Nýjustu fréttir

Hjólaskautaat í Grindavík á laugardaginn

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2025

Komitet Grindavíku informuje

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2025

Jólasamverustund í Grindavíkurkirkju

  • Fréttir
  • 11. nóvember 2025

Úrvalsdeildin í pílukasti í Grindavík

  • Fréttir
  • 30. október 2025

Ari Eldjárn sýnir í Grindavík

  • Fréttir
  • 28. október 2025

Milliliđalaust kaffispjall í Kvikunni

  • Fréttir
  • 17. október 2025