Grindavíkurbær boðar til opins íbúafundar í Gjánni í Grindavík miðvikudaginn 1. október kl. 16:00. Gert er ráð fyrir að á fundinum verði veittar ítarlegar upplýsingar um stöðu skipulagsmála og því má búast við því að fundurinn standi til kl. 19:00.
Á fundinum munu Ögmundur Erlendsson frá ÍSOR og Jón Haukur Steingrímsson frá Eflu fjalla um greiningar á sprungusveimum og byggðaþróun í Grindavík út frá þeim. Sú vinna er undanfari að hættumati fyrir aðalskipulag. Fulltrúar Grindavíkurbæjar munu fara yfir það samráð sem átt hefur sér stað við Grindvíkinga og aðra sérfræðinga. Þá mun hönnunarteymi frá Batteríinu, Landslagi og Gagarín fjalla um möguleika í framtíðarskipulagi Grindavíkurbæjar, m.a. út frá ferðaþjónustu.
Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Fundinum verður einnig streymt á Facebook síðu Grindavíkurbæjar.