Opinn fundur um málefni Grindavíkur međ frambjóđendum í Gjánni

  • Fréttir
  • 22. nóvember 2024

Íbúar Grindavíkur bjóða oddvitum í Suðurkjördæmi ásamt formönnum flokkana til íbúafundar í Gjánni, veislusal íþróttamiðstöðvar Grindavikur, laugardaginn 23. nóvember 2024 kl. 11:00 til að eiga opið samtal við íbúa og fyrirtækjaeigendur til að kynna stefnu sína í málefnum Grindavíkur og Grindvíkinga. Einnig verður tækifæri fyrir þau til að hlusta á þarfir íbúa og fyrirtækjaeigenda. 
 
Eftirfarandi hafa staðfest komu sína; 
•       Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn, 
•       Ásta Lóa Þórsdóttir og Inga Sæland frá Flokki fólksins, 
•       Víðir Reynisson frá Samfylkingunni, 
•       Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokknum, 
•       Hólmfríður Árnadottir og Orri Páll Jóhannsson frá Vinstri grænum, 
•       Arnar Jónsson frá Lýðræðisflokknum, 
•       Sigurður Ingi Jóhannsson eða Halla Hrund Logadóttir frá Framsóknarflokknum, 
•       Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Mummi Týr og Gísli Rafn Ólafsson frá Pírötum,
•       Karl Gauti Hjaltason og Heiðrún Brá Ólafsdóttir frá Miðflokknum,
•       Unnur Rán Reynisdóttir frá Sósílistaflokknum. 
 
Stefnt er að því að streyma fundinum og verða nánari upplýsingar sendar út þegar nær dregur. 
 
Við hvetjum Grindvíkinga til þess að fjölmenna í Kvikuna

Fyrir hönd skipuleggjenda

Bryndís Gunnlaugsdóttir 

Benný Ósk Harðardóttir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. apríl 2025

Ţurfum ađ fá heimild til ađ gista heima

Fréttir / 16. apríl 2025

„Viđ förum aftur heim“

Fréttir / 11. apríl 2025

Ný stuđningsúrrćđi fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 4. apríl 2025

Gefđu von

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík