Tilkynning um breytt fyrirkomulag sorpmála í Grindavík

  • Fréttir
  • 13. nóvember 2024

Grindavíkurbær og Kalka Sorpeyðingarstöð sf. hafa verið að skoða breytt fyrirkomulag sorpmála í Grindavík. Málið var tekið fyrir í innviðanefnd þann 10. október og í bæjarráði 22. október þar sem eftirfarandi breytingar voru lagðar fram og samþykktar og gert ráð fyrir að taki gildi í nóvember.

Á næstu vikum verða öll sorpílát frá íbúðarhúsum í bænum fjarlægð en þau verða þrifin og geymd á plani Kölku í Innri Njarðvík þar til þörf verður á þeim aftur.

Í stað sorpíláta við hvert hús verður grenndarstöð með flokkun sorps sett á bílastæði Grunnskólans við Ásabraut. Fyrirkomulagið er áþekkt og gerist í sumarhúsabyggðum þar sem byggð er dreifð. Töluverð hagræðing felst í þessari breytingu fyrir bæjarsjóð en vonir standa til þess að fyrirkomulagið henti þeim íbúum sem dvelja í Grindavík við núverandi aðstæður.   

Ferðum íbúa á gámastöðina við Sundabraut (austan við bæinn) fer fækkandi og mun ekki borga sig að reka hana mikið lengur. Stöðinni verður þó ekki lokað fyrr en eftir einhverjar vikur. Ennþá fæst því tími til að henda þar sorpi og losa sig við stærri hluti ef þarf. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér en fólk er beðið um að hafa í huga þessar breytilegu aðstæður í bænum og að fyrirkomulag sorphirðu þurfi að taka mið af forsendum hverju sinni.   
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

Fréttir / 2. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

Fréttir / 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 28. nóvember 2024

Klúbbastarf Ţrumunnar fer af stađ í kvöld

Fréttir / 22. nóvember 2024

Jólasamvera Grindvíkinga

Fréttir / 18. nóvember 2024

Opinn fundur međ xD

Fréttir / 15. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 14. nóvember 2024

Vel heppnuđ opnun sundlaugarinnar á mánudag

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2024