Haustmánuðir eru að alla jafna rólegasti tími ársins hjá Grindavíkurhöfn. Fjöldi landana í október 2023 voru 50 en aðeins 25 í sama mánuði nú í ár. Skýringin á færri löndunum er að sjálfsögu afleiðingar jarðhræringanna.
Fagnaðarefnið okkar núna er að í október 2024 barst 31% meiri afli á land í Grindavíkurhöfn í miðað við sama mánuð í fyrra þrátt fyrir færri landanir.
Helsta skýringin á þessu er að afli tveggja frystitogara Þorbjarnar úr þremur löndunum var tæplega 1.100 tonn í ár, en aðeins ein löndun fór fram í fyrra upp á 293 tonn. Að auki má benda á að Sturla GK sem Þorbjörn gerir út hefur verð drjúgur í löndunum í október og í raun allt þetta hörmungar ár.
Gert er ráð fyrir að starfsemi hafnarinnar fari á fulla ferð eftir áramót þegar bátar og skip fara tínast hér inn til löndunar samkvæmt öllum venjum og hefðum síðustu hundraði ára svo framarlega sem bærinn verður að fullu opinn.
Hér fyrir neðan má sjá samanburðartölur