1669. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 5. nóvember 2024 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður,
Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Sævar Þór Birgisson, varaformaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskar formaður eftir að taka mál á dagskrá með afbrigðum sem 3. mál:
2410001 Málefni fatlaðs fólks - Samningur um þjónustuúrræði.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Undanþága frá skipulagslögum vegna ráðningar skipulagsfulltrúa - 2410026
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lagt fram bréf frá innviðaráðuneyti dags. 21. október sl. þar sem samþykkt er tímabundin undanþága frá hæfisskilyrðum skipulagsfulltrúa, sbr. 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010.
2. Samþykkt um sorphirðu - 2305023
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lögð fram til kynningar breyting á samþykkt nr. 426/2005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum.
Breytingin hefur verði samþykkt og birt í Stjórnartíðindum.
3. Málefni fatlaðs fólks - Samningar um þjónustuúrræði - 2410001
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að ræða við hin sveitarfélögin á Suðurnesjum um málið.
4. Sundlaug Grindavíkur - Opnunartími veturinn 2024-2025 - 2411003
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Bæjarráð samþykkir að hafa sundlaugina opna fram að áramótum. Opnunin verður tvisvar í viku, 4 tíma í senn.
Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar er falið að vinna málið áfram.
5. Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands - 2410037
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Erindið er lagt fram.
6. Stígamót - styrkbeiðni 2024 - 2410042
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Á þessum óvissutímum getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.
7. Styrkir til Grindavíkurbæjar vegna uppbyggingar samfélagsins - 2411001
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lagt fram minnisblað um styrki til Grindavíkurbæjar í kjölfar rýmingar Grindavíkurbæjar 10. nóvember 2023.
Bæjarráð Grindavíkurbæjar færir öllum þeim sem stutt hafa við bakið á Grindvíkingum undanfarið ár einlægar þakkir. Stuðningurinn hefur verið ómetanlegur í krefjandi aðstæðum og sýnir stærð og styrk samfélagsins okkar. Hvert framlag, stórt sem smátt, hefur veitt okkur huggun, von og kjark sem gerir okkur kleift byggja okkur upp á ný, sigrast á ótal áskorunum og halda áfram.
Alls hafa safnast rúmlega 17.940.000 kr. inn á söfnunarreikning í eigu Grindavíkurbæjar frá 10. nóvember 2023. Ekki hefur verið hreyft við því fjármagni. Litið hefur verið svo á að styrkirnir sem berast sveitarfélaginu eigi að nýtast við endurreisn samfélagsins og skuli þá horft til verkefna sem ekki eru lögbundin, m.a. til að efla samstöðu og fjölga samverustundum Grindvíkinga.
Grindavíkurbær hefur ekki heildaryfirsýn yfir aðrar safnanir sem fóru af stað í kjölfar hamfaranna síðasta vetur.
8. Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs til Grindavíkur 2025 - 2410008
Lagt fram svarbréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 24. október 2024 vegna umsóknar um framlag frá sjóðnum, sbr. erindi Grindavíkurbæjar, dags. 20. ágúst 2024, um 600 milljónir.
9. Útkomuspá fyrir árið 2024 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2411002
Lögð fram ný útkomuspá rekstar árið 2024 fyrir Grindavíkurbæ og stofnanir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:25.