„Ljós vonar“ fćrir Grindvíkingum birtu í skammdeginu

  • Fréttir
  • 8. nóvember 2024

Sunnudagskvöldið 10. nóvember verða ljósin tendruð á „Ljósi vonar“, ljósaverki sem sett verður upp neðan við Kvikuna, menningarhús Grindvíkinga. Verkið sýnir geithafurinn sem sjá má í bæjarmerki Grindavíkur. Hugmyndin að baki „Ljósi vonar“ er að endurspegla þá bjartsýni og seiglu sem Grindvíkingar hafa ávallt sýnt, jafnvel á erfiðum tímum. Verkið er því tákn samfélagsins í Grindavík í fortíð, nútíð og framtíð.

Það er táknrænt að verkinu hafi verið gefið nafnið „Ljós vonar“, þar sem vonin hefur lengi lýst Grindvíkingum í lífsins ólgusjó. Vonin hefur veitt okkur hugrekki til að horfast í augu við mótlæti og trú á að nýr dagur rísi, þótt skýin séu dökk. Í krafti vonarinnar hafa Grindvíkingar sótt mátt og jafnvel nýjan tilgang til að halda áfram. „Ljós vonar“ verður þannig táknmynd þess að ávallt er hægt að finna leið í myrkrinu og sigrast á hindrunum með bjartsýni.

Geithafurinn má finna í bæjarmerki Grindavíkur eins og áður segir. Geitur þykja harðgerðar og eiga auðvelt með að aðlaga sig að erfiðum aðstæðum. Víða táknar geitur frjósemi, heilsu og velmegun. Aðrir nota þær sem táknmynd fyrir langanir, sköpunarkraft og gleði. Síðast en ekki síst þá eru geitur félagslyndar skepnur sem halda sig í hópum og eiga auðvelt með að sýna ást og samkennd. Allt eru þetta eiginleikar sem samfélagið í Grindavík getur speglað sig í, enda hafa samheldni og þrautseigja ávallt verið ríkur þáttur í menningu bæjarins.

Geithafurinn í bæjarmerki Grindavíkurbæjar
Geitur í Grindavík eiga sér sína sögu. Í Landnámu segir frá þvi að Molda-Gnúpur hafi numið land í Grindavík. Birni, einum sona hans, dreymdi eitt sinn að til hans kæmi bergbúi og bauð honum samning sem hann samþykkti. Eftir það birtist geithafur í hjörð hans og auðgaðist þá skjótt hans fé. Varð hann í kjölfarið vellauðugur og í kjölfarið nefndur Hafur-Björn. Menn þóttust sjá að landvættir allir fylgdu Hafur-Birni til þings. Á sama tíma fylgdu vættir bræðrum hans, þeim Þorsteini og Þórði, til fiskjar.

Síðar táknaði geithafurinn velmegun Hafur-Bjarnar og varð að tákni Grindavíkurbæjar en bæjarmerki Grindavíkurbæjar er frá 1986 og er hannað af Kristínu Þorkelsdóttur.

Um fjögurra metra hátt með 2.200 LED ljósum
Ljósaverkið mun fyrst um sinn standa við Kvikuna, menningarhús Grindvíkinga, en áætlað er að finna verkinu varanlegan stað í framtíðinni. Verkið er um fjögurra metra hátt og lýst upp með um 2.200 LED-ljósum.

Verkið var hannað var í samstarfi Grindavíkurbæjar, MK-illuminatium og Garðlistar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

Fréttir / 2. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

Fréttir / 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 28. nóvember 2024

Klúbbastarf Ţrumunnar fer af stađ í kvöld

Fréttir / 22. nóvember 2024

Jólasamvera Grindvíkinga

Fréttir / 18. nóvember 2024

Opinn fundur međ xD

Fréttir / 15. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 14. nóvember 2024

Vel heppnuđ opnun sundlaugarinnar á mánudag

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2024