Viðbragðsáætlun vegna sjávarflóða í Grindavík var lögð fram til kynningar á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Um er að ræða áætlun sem nær yfir hafnarsvæðið og nágrenni.
Áætlunin skiptist í tvenns konar viðbragð:
Veðurstofan, Almannavarnir og starfsfólk hafnarinnar fylgjast með veðurspám. Þegar spár benda til þess að von sé á sjávarflóði sem mun flæða yfir kvíabryggju, Seljabót fyrir neðan Kvikuna og Eyjabakka, kalla starfsmenn hafnarinnar eða viðbragðsaðilar eftir sjávarfallaspá hafnarsviðs Vegagerðarinnar til að leggja mat á hvort viðbragð 1 eða viðbragð 2 eigi við um hugsanleg sjávarflóð.
Í meðfylgjandi viðbragðsáætlun má sjá frekari útlistun á aðgerðum og hvar áætlað er að loka til að hindra að sjór valdi skemmdum á athafnasvæði hafnarinnar.
Viðbragðsáætlunin verður uppfærð að minnsta kosti í upphafi hvers árs og eftir því sem reynsla mótvægisaðgerða vindur fram að sögn Sigurðar Kristmundssonar, hafnarstjóra Grindavíkurhafnar.
Viðbragðsáætlun vegna sjávarflóða í Grindavík