578. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. október 2024 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður (Teams), Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Unnar Á Magnússon, varamaður (Teams) og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
1. Húsnæðisáætlun framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur - 2410030
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Frá FUMG: Árni Þór Sigurðsson (Teams), Gunnar Einarsson (Teams), Guðný Sverrisdóttir (Teams) og Gísli Gíslason (Teams). Frá Þórkötlu: Örn Viðar Skúlason og Eyþór Gunnar Gíslason.
Til máls tóku: Ásrún, Árni Þór, Gísli, Gunnar Einars, Hallfríður, bæjarstjóri, Örn Viðar, Guðný, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Guðjón og Birgitta Hrund.
Húsnæðisáætlun FUMG, dags 25.10.2024, er lögð fram til kynningar.
Bæjarstjórn fagnar því að aðgerðaáætlun um húsnæðismál er komin fram og leggur áherslu á að tillögurnar nái fram að ganga. Bæjarstjórn telur sérstaklega brýnt að tillögur um lagabreytingar sem varða útfærslu sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir tekjulága íbúa Grindavíkur, frá 1. janúar 2025, og aukinn frest húseigenda til að selja eignir sínar til Þórkötlu verði lögfestar á næstu vikum. Einnig verði tryggðar nauðsynlegar fjárheimildir til að fjármagna aðgerðir í þágu grindvískra heimila samhliða afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2025.
2. Viðbragðsáætlun vegna sjávarflóða í Grindavík - 2410013
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs. Frá FUMG: Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Einarsson (Teams) og Guðný Sverrisdóttir (Teams). Frá Þórkötlu: Örn Viðar Skúlason og Eyþór Gunnar Gíslason.
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar og Gunnar Már.
Viðbragðsáætlun vegna sjávarflóða í Grindavík er lögð fram til kynningar.
3. Hollvina- og leigusamningar, Fasteignafélagið Þórkatla - 2410035
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs. Frá FUMG: Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Einarsson (Teams) og Guðný Sverrisdóttir (Teams). Frá Þórkötlu: Örn Viðar Skúlason og Eyþór Gunnar Gíslason.
Til máls tóku: Ásrún, Örn Viðar, Hjálmar, Hallfríður og Gunnar Már.
Bæjarstjórn fagnar því að fasteignafélagið Þórkatla hafi áætlanir um að bjóða upp á hollvinasamninga í næstu viku. Bæjarstjórn leggur áherslu á að áformum um leigusamninga verði flýtt.
Ennfremur lýsir bæjarstjórn ánægju sinni yfir að Þórkatla er búin að ráða umsjónarmann eigna sinna í Grindavík.
4. Umsókn um leyfi fyrir keyrslu á slóða - 2410033
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar, Birgitta Hrund, Gunnar Már, bæjarstjóri, Sævar, Guðjón og Unnar.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að styðja eins og kostur er við atvinnustarfsemi í Grindavík. Bæjarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti en vekur athygli á að það þarf leyfi annarra landeigenda auk leyfis til að fara inn á vinnusvæði við varnargarða.
5. Ágóðahlutagreiðsla 2024 - EBÍ - 2410034
Til máls tók: Ásrún.
Ágóðahlutur Grindavíkurbæjar að fjárhæð 1.152.500 kr. verður greiddur 8. nóvember.
6. Helga Dís Jakobsdóttir - Beiðni um lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi - 2410029
Til máls tók: Ásrún.
Helga Dís Jakobsdóttir óskar eftir tímabundinni lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi. Sævar Þór Birgisson mun taka sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn og bæjarráði. Ragnheiður Eiríksdóttir verður varamaður.
Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða og óskar Helgu Dís velfarnaðar.
7. Fundargerðir 2024 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2407047
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27.09.2024 er lögð fram til kynningar.
8. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024 - 2404095
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 805. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 16.10.2024 er lögð fram til kynningar.
9. Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2024 - 2403181
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður.
Fundargerð 313. fundar HES dags. 17.10.2024 er lögð fram til kynningar.
10. Bæjarráð Grindavíkur - 1667 - 2410001F
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
11. Bæjarráð Grindavíkur - 1668 - 2410006F
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar, bæjarstjóri, Sævar og Gunnar Már.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
12. Innviðanefnd - 1 - 2410002F
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, bæjarstjóri, Hallfríður, Guðjón og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
13. Samfélagsnefnd - 1 - 2410003F
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.