Hvar get ég skilađ bókum frá bókasafninu?

  • Fréttir
  • 29. október 2024

Bókasafn Grindavíkur er lokað en eitthvað hefur borið á því að tilkynningar um vanskil eða jafnvel sektir hafi komið frá bókasafninu í gegnum bókasafnskerfið Gegni. Gott getur verið að skila bókum sem búið er að lesa. Bókasafnskerfið reiknar sjálkrafa sektir en þær verða að sjálfsögðu felldar niður. Póstur verður í vikunni sendur á alla lánþega með útistandandi lán til að upplýsa hvar er hægt að skila bókum frá Bókasafni Grindavíkur. 

Mögulegt er að skila á eftirfarandi stöðum:

  • Kvikan, menningarhús Grindvíkinga, Hafnargötu 12a Grindavík
  • Bókasafn Reykjanesbæjar - aðalsafn, Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ
  • Bókasafn Reykjanesbæjar – Stapasafn við Dalsbraut Innri Njarðvík
  • Bókasafn Suðurnesjabæjar við Suðurgötu Suðurnesjabæ
  • Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1 Hafnarfirði
  • Skrifstofur Grindavíkurbæjar í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 Reykjavík

Athugið að innskráðir notendur á leitir.is sjá hvað er útistandandi ásamt skuldum. Vinsamlegast horfið fram hjá því enda er hvorki verið að innheimta bækur né skuldir.

Bestu kveðjur,

Bókasafn Grindavíkur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. júní 2025

Bundiđ slitlag lagt á Grindavíkurveg

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagsmessa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. maí 2025

Lokun gatna 31. maí og 1. júní

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG