1. fundur innviðanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 10. október 2024 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, varaformaður, Hjálmar Hallgrímsson, formaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Páll Jóhann Pálsson, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Sigurður A Kristmundsson, hafnarstjóri, Guðjón Bragason, lögfræðingur,
Sigurður Rúnar Karlsson, veitustjóri, Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur
skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. Verkefni Innviðanefndar - 2410015
Erindisbréf lögð fram. Almenn umræða um verkefni og starfshætti innviðanefndar. Skoða og ræða samskipti innviðanefndar og Grindavíkurnefndar.
Erindisbréf lögð fram. Almenn umræða um verkefni og starfshætti innviðanefndar. Ákveðið er að fundir Innviðanefndar verði í þriðju viku hvers mánaðar og næsti fundur
þá 18. nóvember kl.15:00 Skoða og ræða samskipti innviða- og Grindavíkurnefndar.
2. Samræmingarfundir framkvæmdanefndar 2024 - 2410016
Fundargerð framkvæmdateymis GRN lögð fram.
Farið yfir fundagerð framkvæmdarteymis
3. Ósk um leigu á Bjarna Þór - 2410014
Lagt fyrir ósk um mögulegt leiguverkefni fyrir Bjarna Þór sumarið 2025.
Innviðanefnd felur hafnarstjóra að semja við Eflu um leigu á Bjarna Þór með eða án áhafnar.
4. Viðbragðsáætlun vegna sjávarflóða í Grindavík - 2410013
Innviðanefnd samþykkir viðbragðsáætlun vegna sjávarflóða í Grindavík og vísar henni til kynningar í bæjarstjórn.
5. Staða óvarinna rafstrengja í og við Grindavík - 2410009
Tölvupóstur frá Almannavörnum lagður fram til kynningar.
6. Verklag fyrir niðurrif húsa eftir jarðhræringar - 2410017
Kynning á verklagi fyrir niðurrif húsa eftir hamfarir. Umsóknir hafa borist bænum fyrir niðurrifi nokkurra eigna. Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem ríkja þar sem sprungur liggja undir húsum þótti nauðsyn að útbúa nýtt verklag til þess að tryggja fyllsta öryggis á vinnusvæðum þar sem niðurrif mun eiga sér stað.
Innviðanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að tekin verði ákvörðun um lóðamál og greiðslu jarðkönnunarupplýsinga fyrir tilteknar lóðir.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram á grundvelli umræðna á fundinum.
7. Kalka sorpeyðingarstöð - gámaplan og sorpílát á tímum náttúruhamfara - 2406299
Staða úrgangsmála lögð fram til umræðu.
Minnisblað var lagt fyrir um stöðu sorpmála í Grindavík þ.e. breytt fyrirkomulag, geymslu tunna, uppsetningu grenndargáma, lokun móttökustöðvar, skuldastöðu og tilboð varðandi grenndarstöð.
Innviðanefnd mælir með að bæjarstjórn samþykki tilboð fyrir grenndarstöð ogflutning sorpíláta. Nefndin leggur til að skipulagssvið undirbúi nýja sorpsamþykkt. Nefndin þakkar fyrir greinagóðar upplýsingar um stöðu og þróun úrgangsmála á yfirstandandi ári og beinir því til bæjarráðs að uppgjör fari fram við Kölku á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga.
Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram í samvinnu við Kölku.
Innviðanefnd vísar málinu til bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.