Umsögn um stuđningslán og tillögur Grindavíkurnefndar um stuđningsađgerđir

  • Fréttir
  • 24. október 2024

Atvinnuteymi Grindavíkurbæjar hefur veitt Alþingi umsögn um frumvarp til laga um stuðningslán. 

Athugasemdir eru gerðar við efni frumvarpsins. Í umsögn atvinnuteymis er einnig lögð áhersla á að kalla eftir ákvörðunum af hálfu löggjafans og stjórnvalda um frekari stuðningsaðgerðir, í ljósi þess að gildistími allmargra lagaheimilda er til næstu áramóta. 

Jafnframt er í umsögninni vísað til tillagna framkvæmdanefndar vegna jarðhræringa í Grindavík, þar sem lagðar eru fram allmargar tillögur um aðgerðir í þágu fyrirtækja í Grindavík og íbúa bæjarins ásamt ábendingum sem varða tekjustofna Grindavíkurbæjar.

Allt eru þetta mikilvægar ábendingar sem bagalegt er að lendi nú í óvissu vegna stjórnarslita og fyrirhugaðra þingkosninga 30. nóvember nk.

Hér má lesa umsögn atvinnuteymisins um frumvarpið

Hér er tengill á frumvarpið

Hér eru tillögur Grindavíkurnefndar vegna stuðningsúrræða


Deildu ţessari frétt