Þau tímamót urðu í gær að nú hefur Grindavík verið opnuð á ný eftir rúmlega 11 mánaða lokun. Lokunin hefur takmarkast við þá sem vinna og búa í Grindavík eða hafa haft sérstakt erindi til bæjarins. Gærdagurinn var því dagur sem margir hafa beðið eftir. Einn megin tilgangur opnunarinnar er að fá súrefni til þeirra fyrirtækja sem enn eru starfandi.
Eftirfarandi fyrirtæki eru nú með opið í Grindavík:
Þá hefur veitingastaðurinn hjá Höllu tilkynnt að opnun sé í undirbúningi en fyrst þurfi að gera endurbætur.
Búið er að skanna allt svæðið innan bæjarins. Þau sem eru talin varasöm hafa verið girt af. Þá hefur verið komið upp skiltum á íslensku og ensku um að yfirgefa beri svæðið ef rýmingarflautur fara af stað auk þess sem sérstaka aðgát skuli höfð með börnum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag á öðrum degi opnunar. Kyrrlátt og fallegt veður en bætti aðeins í vind um hádegið. Stöku ferðamenn á svæðinu sem sýna hrauninusem rann inn í Efrahóp sérstakan áhuga. Dúddi Gísla kom inn til löndunar en sjá má nýja ísfisktogarann Huldu Björnsdóttur GK 11 í bakgrunni.
Þá vinnur Grindin hf. að sérstökum varnargarði neðan við Hafnarvogina til að varna því að sjór flæði yfir athafnasvæði við höfnina þar sem dýrmæt tæki og búnaður er staðsettur.