Lokasorphirđa á morgun 4 .október

  • Fréttir
  • 3. október 2024

Í febrúar var tilkynnt að Terra og Íslenska gámafélagið færu í síðustu sorphirðuferðirnar í Grindavíkurbæ og ekki yrði útlit fyrir fleiri ferðir í fyrirsjáanlegri framtíð.

Íbúum var bent á að hægt væri að fara með sorp sitt á móttökustöð Kölku/gámaplanið. Þessar síðustu ferðir reyndust þó ekki þær síðustu enda var fólk í fullum gangi að tæma hús sín vegna flutninga og/eða sölu eigna sinna.

Því bættist við ein ferð í júlí og nú er þörf á einni í viðbót sem verður sú síðasta þangað til íbúafjöldi eykst í bænum.

Á morgun 4. október mun Íslenska gámafélagið og Terra fara síðustu sorphirðuferðina í bænum.

Tilkynning um nánara fyrirkomulag um sorphirðu bæjarins kemur á næstu dögum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík