Afsökunarbeiđni frá höfundi: Titill endurspeglađi ekki erindiđ

  • Fréttir
  • 2. október 2024

Helga Baldvins Bragadóttir, aðjunkt á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands biður alla hlutaðeigandi aðila, börn og fjölskyldur úr Grindavík, innilega afsökunar á óheppilegum titli á erindi sem hún hélt. Hér fyrir neðan er afsökunarbeiðni Helgu:

Kæru Grindvíkingar, 

Ég samdi og flutti erindið á Menntakviku sem titlað var „Óþekku börnin frá Grindavík“

Inntak erindisins var að fjalla um áföll, birtingarmyndir þeirra og einkenni og hvers vegna mælt er með því að byggja á áfallamiðuðaðri nálgun í skólastarfi. Var fjallað sérstaklega um þá erfiðu reynslu og áfall sem nemendur úr Grindavík urðu fyrir þegar þau þurftu að yfirgefa heimili sín vegna jarðhræringa og í kjölfarið að hefja skólagöngu  á nýjum stað við erfiðar aðstæður. Þegar ekki ríkir nægilega þekking á áföllum skapast hætta á að eðlileg streituviðbrögð barna í kölfar áfalla og erfiðleika verði túlkuð sem óþekkt en slíkt samræmist ekki grunngildum áfallamiðaðrar nálgunar og eykur líkur á frekari skaða. Það var alls ekki ætlun höfundar og aðstandenda ráðstefnunnar að særa eða ýta undir fordóma. 

Um leið og kvartanir yfir titli erindisins bárust var titli erindisins breytt í „Áfallamiðuð nálgun í skólastarfi – Hvernig mætum við börnunum frá Grindavík?

Hér má fara inn á erindi Helgu í heild sinni

Mig langar að biðja alla hlutaðeigandi aðila, börn og fjölskyldur úr Grindavík, innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.

Með vinsemd og virðingu, 
Helga Baldvins Bjargardóttir, 
Aðjúnkt á Menntavísindasviði
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík