Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur þann 24. september 2024 voru gerðar breytingar á nefndarskipulagi bæjarins. Fastanefndum var fækkað úr 5 í 2. Það sem áður var félagsmálanefnd, fræðslunefnd, frístunda- og menningarnefnd, skipulagsnefnd og hafnarstjórn, er nú innviðanefnd og samfélagsnefnd. Eftirfarandi aðilar voru skipaðir aðal- og varamenn í nefndirnar:
Innviðanefnd:
U-listi: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, varaformaður og varamaður Ragnheiður Eiríksdóttir
D-listi: Hjálmar Hallgrímsson, formaður og varamaður Ómar Davíð Ólafsson
M-listi: Unnar Ástbjörn Magnússon og varamaður Gunnar Már Gunnarsson
Áheyrnarfulltrúi
B-listi: Páll Jóhann Pálsson og Sverrir Auðunsson varamaður
Sviðsstjóri nefndar er Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri.
Samfélagsnefnd:
B-lista: Ásrún Helga Kristinsdóttir, formaður og varamaður Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson
D-listi: Eva Lind Matthíasdóttir, varaformaður og varamaður Irmý Rós Þorsteinsdóttir
M-listi: Snædís Ósk Guðjónsdóttir og varamaður Birgitta Rán Friðfinnsdóttir
Áheyrnarfulltrúi
U-listi: Inga Fanney Rúnarsdóttir og varamaður Anna Elísa Karlsdóttir Long
Sviðsstjórar nefndar eru Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarmála og Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félags- og fræðsluþjónustu.
Um tímabundnar breytingar er að ræða og verður breytt fyrirkomulag fram yfir næstu sveitarstjórnarkosningar sem eru í maí 2026.