Föstudaginn 6. september munu Grindavíkurdætur flytja nokkur vel valin lög á Bókasafni Reykjanesbæjar.
Viðburðurinn hefst kl. 16:00 á útnefningu sigurvegara ljóðasamkeppni Ljósberans 2024 í umsjá Guðmundar Magnússonar, ásamt upplestri vinningsljóðanna.
Eftir Ljósberann ætla Grindavíkurdætur að flytja nokkur vel valin lög. Kórstjóri: Berta Dröfn Ómarsdóttir
Gunnhildur Þórðardóttir ljóðskáld stýrir viðburðinum.
Viðburðurinn Grindavíkurdætur er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Viðburðurinn er auðvitað ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
***
Fimmtudaginn 5. september kl. 17.30 býður Bókasafnið í Reykjanesbæ upp á spennandi glæpakviss úr íslenskum glæpasögum í miðju Bókasafnsins!
1. Miðað er við að keppnin taki um það bil 90 mínútur.
2. Miðað við að ekki séu fleiri en fjögur saman í liði (ekki heilög tala).
3. Spurningarnar eru ýmist hreinar textaspurningar eða spurningar með myndastuðningi.
Verðlaun verða veitt fyrir sigurliðið og aukaverðlaun ákveðin á staðnum. Glæpakvissið kostar ekkert og öll eru hjartanlega velkomin.
Anna og Ingi stýra keppninni og við ábyrgjumst hlátur og gleði!
Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag og er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Spurningakeppnin er samin af Ævari Erni Jósepssyni, formanni Hins íslenska glæpafélags.
Verkefnið Glæpafár á Íslandi er styrkt af Bókasafnasjóði.