Rekstrarstuđningur vegna náttúruhamfara í Grindavík

  • Fréttir
  • 15. ágúst 2024

Fyrirtæki og sjálfstætt starfandi einstaklingar í Grindavík geta sótt um sérstakan rekstrarstuðning vegna tekjufalls sem rekja má til náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

Stuðningurinn tekur til almanaksmánaðanna nóvember 2023 til og með desember 2024.

Umsókn um rekstrarstuðning skal beint til Skattsins fyrir hvern almanaksmánuð og eigi síðar en 31. mars 2025.

  • Sótt er um með útfyllingu á eyðublaðinu RSK 25.01 á vef Skattsins sem er á PDF formi.
  • Sótt er um fyrir hvern liðinn almanaksmánuð sérstaklega. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2025.
  • Umsókn má senda á netfangið grindavik@skatturinn.is.

Fjárhæð rekstrarstuðnings

Rekstrarstuðningur vegna hvers almanaksmánaðar ákvarðast af því hvor eftirtalinna fjárhæða er lægri:

1. Rekstrarkostnaður umsækjanda þann almanaksmánuð sem umsókn varðar.

2. Margfeldi eftirfarandi stærða (margfalda saman stafliði a. * b. * c.):

a. 600 þúsund kr.

b. Fjöldi stöðugilda hjá umsækjanda í nóvember 2023, að hámarki tíu stöðugildi.

c. Tekjufall skv. 2. tölul. 4. gr. (%)

Hvaða breytingar voru gerðar á lögunum í júní?

Nokkrar breytingar voru gerðar á skilyrðum til að fá rekstrarstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ með lögum nr. 65/2024 (bandormslög). Vegna lagabreytinganna hefur Skatturinn endurákvarðað rekstrarstuðning hjá þeim sem hafa nú þegar fengið greiddan/sótt um stuðning miðað við nýjar reglur ef það leiðir til hækkunar á stuðningnum. Ekki þarf að sækja um þetta sérstaklega.

Atvinnuteymi Grindavíkurbæjar hvetur rekstraraðila sem ekki hafa þegar sótt um rekstrarstuðning að kynna sér leiðbeiningar og umsóknarferli á skatturinn.is. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi skilyrðum sem breyttust í júní:

  • Tekjur í þeim almanaksmánuði sem umsókn varðar þurfa að hafa verið a.m.k. 20% lægri en í sama almanaksmánuði ári áður. Tekjufallið þarf að mega rekja til náttúruhamfara í Grindavíkurbæ (tekjufall 50% eða hærra reiknast sem 100% tekjufall).
    • Áður var miðað við a.m.k. 50% tekjusamdrátt.
    • Reglan um að 50% eða meira tekjufall reiknist sem 100% tekjufall er ný.
  • Fjöldi stöðugilda miðast við nóvember 2023, þó að hámarki 10 stöðugildi
    • Áður var miðað við fjölda stöðugilda í mánuði sem umsókn tekur til. Þetta er hagstæðara fyrir fyrirtæki í Grindavík. Sjá nánari útskýringu á skatturinn.is

 

Sjá dæmi til útskýringa á skatturinn.is

Rekstrarkostnaður í umsóknarmánuði er kr. 2.000.000

Fjöldi stöðugilda í nóvember 2023 er 5,75

Tekjufall er 45% (ef tekjufall er umfram 50% telst það sem 100% tekjufall)

Saman reiknast það 600.000 kr. x 5,75 x 45% = 1.552.500

Sem er lægra en viðmið skv. tölulið eitt.

Ákvarðaður styrkur getur því orðið kr. 1.552.500


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie

Fréttir / 12. ágúst 2024

Grindvíkingamót í Reykjanesbć

Fréttir / 8. ágúst 2024

Rýmingarkort fyrir Grindavík