Fundur 1663

  • Bćjarráđ
  • 14. ágúst 2024

1663. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í Tollhúsinu við Tryggvagötu, þriðjudaginn 13. ágúst 2024 og hófst hann kl. 14:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson formaður, Helga Dís Jakobsdóttir varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi.

Einnig sat fundinn: Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. Námsvist utan lögheimilissveitarfélags - 2408018

Guðjón Bragason ráðgjafi og Jóhanna Lilja Birgisdóttur frá Grindavíkurnefnd sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs tengdist fundinum með fjarfundarbúnaði.

Lögð fram greinargerð sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs ásamt tillögu að bókun um meðferð umsókna um námsvist í leik- og grunnskóla skólaárið 2024 - 2025. Bæjarráð samþykkir neðangreinda tilhögun og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn:

A. GRUNNSKÓLI:

a. Leitað verði samninga við Reykjanesbæ um að tryggja börnum á grunnskólaaldri með lögheimili og búsetu í Grindavík skólavist á komandi skólaári. Í samningi verði kveðið á um að forsvarsmönnum barna sem búsett eru í Reykjanesbæ verði leiðbeint um kosti þess að flytja lögheimili, svo sem til að tryggja aðgang að frístundaþjónustu o.fl.

b. Forráðamönnum barna sem búsett eru í öðrum sveitarfélögum en Grindavíkurbæ og Reykjanesbæ verði bent á þennan valkost en gengið verði út frá því sem meginreglu að fjölskyldur skrái lögheimili þar sem þær hafa aðsetur. Enginn skólaakstur verði í boði fyrir grunnskólabörn á milli aðseturssveitarfélags og grunnskóla.

c. Öllum umsóknum vegna barna á grunnskólaaldri með lögheimili í Grindavík um skólavist í öðru sveitarfélagi en samningssveitarfélagi verði synjað. Í þeim tilvikum verði foreldrum boðin aðstoð, eftir atvikum með fulltingi þjónustuteymis framkvæmdanefndar, við úrlausn sinna mála. d. Skólaakstur til og frá Grindavík verður ekki í boði á meðan búseta er talin ótrygg í Grindavíkurbæ

B. LEIKSKÓLI:

Öllum umsóknum vegna barna á leikskólaaldri með lögheimili í Grindavík um leikskólavist í öðru sveitarfélagi verði synjað. Í þeim tilvikum verði foreldrum boðin aðstoð, eftir atvikum með fulltingi þjónustuteymis framkvæmdanefndar, við úrlausn sinna mála.

2. Aðstaða UMFG til æfinga og keppni - 2404147

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Guðjón Bragason ráðgjafi sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Drög að styrktarsamningi við mennta- og barnamálaráðuneytið lögð fram.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að hefja viðræður við Kópavogsbæ og Breiðablik um afnot af íþróttamannvirkjum veturinn 2024-2025 fyrir körfuknattleiksdeild UMFG.

3. Kvikan - Opnunartími veturinn 2024-2025 - 2408017

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Guðjón Bragason ráðgjafi sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Rætt um mögulega opnun og viðburði í Kvikunni veturinn 2024-2025.

4. Beiðni um búnaðarkaup - 2407045

Slökkviliðsstjóri Grindavíkur og Guðjón Bragason ráðgjafi sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fyrir liggur beiðni frá slökkviliðsstjóra um kaup á bíl til að flytja vakthafandi slökkviliðsmenn milli staða og kaup á buggy-bíl með palli til slökkvistarfa. Heildarkostnaður er áætlaður 15.700.000 kr. Meginhluti kostnaðar við rekstur Slökkviliðs Grindavíkur er greiddur af Almannavörnum samkvæmt samningi þar um og verða inntekjur frá Almannavörnum nýttar til framangreindra kaupa.

Bæjarráð samþykkir framangreinda beiðni.

5. Fjárhagsáætlun 2024 - Viðauki vegna breyttra forsendna í rekstri Grindavíkurbæjar - 2408007

Guðjón Bragason ráðgjafi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna lækkunar tekna að fjárhæð 1.171.235 kr. Fjármögnun er með lækkun gjalda að fjárhæð 1.204.689 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.

6. Fundargerðir - Reykjanesfólkvangur 2024 - 2403180

Guðjón Bragason ráðgjafi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fundargerð dags. 26. júní 2024 lögð fram. Staðfesting liggur fyrir á útgöngu Reykjavíkurborgar, Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Voga, Seltjarnarnesbæjar og Kópavogsbæjar úr Reykjanesfólkvangi. Upplýst var að Umhverfisstofnun muni á næstunni boða til fundar með þeim sveitarfélögum sem eftir verða í Reykjanesfólkvangi.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:20.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bćjarráđ / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bćjarráđ

Innviđanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviđanefnd

Bćjarráđ / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bćjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviđanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bćjarráđ / 22. október 2024

Fundur 1668

Bćjarráđ / 8. október 2024

Fundur 1667

Bćjarráđ / 17. september 2024

Fundur 1666

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Nýjustu fréttir

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

  • Fréttir
  • 3. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

  • Fréttir
  • 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 2. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024