Fyrirtækjum í Grindavík fjölgar sem eru að undirbúa starfsemi eftir sumarfrí. Sum þegar komin af stað eða ekki farið í sumarfrí. Á sama tíma er gert ráð fyrir gosi á næstu dögum. Við þessar kringumstæður eru ýmsar spurningar sem brenna á mönnum. Til að fara yfir þessi mál og gefa jafnframt tækifæri til að spyrja spurninga er boðað til fjarfundar fimmtudaginn 15. ágúst kl. 14. Fundurinn verður einungis á Teams.
Á fundinum verða m.a. fulltrúar frá Grindavíkurnefnd, lögreglunni á Suðurnesjum og Grindavíkurbæ.
Þeir sem vilja taka þátt í fundinum sendi tölvupóst á skarphedinn@grindavik.is.