Grindavíkurnefnd vinnur ađ enduruppbyggingu innviđa vegna jarđhrćringanna í Grindavík

  • Fréttir
  • 8. ágúst 2024

Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ ( Grindarvkurnefnd) hefur kynnt aðgerðaáætlun vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis Grindavíkur. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum. Helstu atriði áætlunarinnar eru:

  • Viðgerðir á innviðum: Viðgerðir á gatnakerfi, lögnum og öðrum samgönguleiðum þar sem eru sýnilegar sprungur, þ.m.t. mótvægisaðgerðir vegna flóðahættu við byggingar vestan við höfnina.
  • Jarðkönnun: Framhald jarðkönnunar til að meta ástand jarðvegs og tryggja öryggi.
  • Áhættumat: Gerð áhættumats í samvinnu við ríkislögreglustjóra og Almannavarnir.
  • Mannheldar girðingar við sprungu sveima og önnur óörugg svæði
  • Kostnaðarskipting: Heildarkostnaður vegna þessara aðgerða er áætlaður 470 m.kr., þar af greiðir ríkið 440 m.kr. og Grindavíkurbær 30 m.kr.

Aðgerðirnar eru mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Að jafnaði er unnið að margvíslegum umbótum á innviðum í Grindavík. Framkvæmdir miða meðal annars að því að hægt sé að auka aðgengi að bænum. Í aðgerðaáætluninni kemur fram að hún miðist við núverandi stöðu, þ.e. að eldgos sé ekki í gangi, en verði breytingar þar á muni að sjálfsögðu þurfa að uppfæra áhættumat og þar með einnig framvindu framkvæmda. Þannig eru aðgerðirnar háðar náttúruöflunum og ekki er unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Vegagerðin er verkkaupi/verkeigandi í umboði Grindavíkurnefndar og Grindavíkurbæjar.

Sett hefur verið á laggirnar sérstakt framkvæmdateymi sem vinnur nú að undirbúningi verksins og mun hafa umsjón með framkvæmdum þegar þær geta hafist.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie

Fréttir / 12. ágúst 2024

Grindvíkingamót í Reykjanesbć

Fréttir / 8. ágúst 2024

Rýmingarkort fyrir Grindavík