573. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, þriðjudaginn 2. júlí 2024 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
1. Kalka sorpeyðingarstöð - sorphirða og sorpílát í Grindavík - 2406299
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Steinþór Þórðarson og Davor Lucic frá Kölku sorpeyðingarstöð. Árni Þór Sigurðsson, Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson frá framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur og Skarphéðinn Steinarsson, ráðgjafi.
Til máls tóku: Ásrún, Steinþór, Davor, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta Hrund og bæjarstjóri.
Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að vinna málið áfram með Kölku.
2. Aðgerðaáætlun framkvæmdanefndar um málefni Grv. - 2406318
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Árni Þór Sigurðsson, Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson frá framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur og Skarphéðinn Steinarsson, ráðgjafi.
Til máls tóku: Ásrún, Árni, Gunnar ., Guðný, bæjarstjóri og Hallfríður.
Drög að aðgerðaráætlun voru kynnt og gerði bæjarstjórn engar athugasemdir.
Framkvæmdanefndin mun fara til Grindavíkur á morgun og í framhaldi af því klára aðgerðaáætluna og senda til innviðaráðuneytis.
3. Flutningur og geymslumál - 2406063
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Árni Þór Sigurðsson, Guðný Sverrisdóttir, Gunnar Einarsson, Hanna Dóra Másdóttir og Angantýr Einarsson frá framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur, Skarphéðinn Steinarsson, ráðgjafi og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Guðjón, Gunnar E, bæjarstjóri, Árni, Guðný, Hjálmar og Birgitta Hrund.
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs, dags. 2. júlí 2024.
Grindavíkurbær mun ekki taka yfir búslóðageymslu sem var í höndum Almannavarna.
4. Öryggisgæsla - Tollhús við Tryggvagötu - 2406298
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Hallfríður, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar og Birgitta Rán.
Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að semja við Securitas til þriggja mánaða en jafnframt kanna hvað aðrar útfærslur kosta. Gunnar Már og Hallfríður greiða atkvæði á móti.
Bókun
Hallríður leggur til að það verði kannað hvað myndavélakerfi kostar áður en skrifað er undir samning vegna öryggisgæslunnar þar sem kostnaður við öryggisgæsluna er um 1,1 milljón á mánuði.
5. Samþykkt um sorphirðu - 2305023
Til máls tók: Ásrún.
Síðari umræða um að Grindavíkurbær dragi sig út úr samþykkt nr. 426/2005 en um er að ræða samþykkt um sorphirðu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að draga sig út úr samþykktinni og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að afgreiða málið.
6. Samþykktir og stjórnsýsla Grindavíkurbæjar - Tillögur vinnuhóps - 2406069
Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, Hallfríður, Birgitta Rán, Birgitta Hrund, Hjálmar og Sævar.
Lögð fram fundargerð af 2. fundi vinnuhóps um breytingar á samþykkt Grindavíkurbæjar.
Jafnframt er lagt fram minnisblað til bæjarstjórnar frá vinnuhópi bæjarfulltrúa, dags. 1. Júlí 2024, þar sem sett er fram tillaga um endurnýjun auglýsingar nr. 333/2024, um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja hæfi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins. Ákvörðunin fellur að óbreyttu úr gildi 16. júlí næstkomandi.
Bókun
Bæjarstjórn óskar eftir því að í endurskoðaðri ákvörðun innviðaráðherra verði bæjarstjórn heimilað að ákveða eftirfarandi frávik:
1. Að fundir bæjarstjórnar verði haldnir á öðrum stað en mælt er fyrir í samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins og að fundir bæjarstjórnar, bæjarráðs og fastanefnda verði haldnir fyrir utan sveitarfélagið.
2. Að nefndarmenn taki þátt í fundum sveitarfélagsins með rafrænum hætti þrátt fyrir að vera ekki staddir í sveitarfélaginu eða í erindagjörðum innan lands á vegum þess.
3. Að ákveða að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.
4. Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélagsins og lög eða eðli máls mæla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur bæjarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.
7. Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar, Birgitta Rán og Birgitta Hrund.
Farið yfir stöðu mála.
8. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2024 - 2403177
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar, nr. 558, dags. 7. maí 2024 er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.