Góđ skráning á námskeiđ og sumarbúđir fyrir Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 26. júní 2024

Rauði krossinn í samstarfi við Grindavíkurbæ með styrk frá Ríó Tinto hafa auglýst á síðustu vikum námskeið og sumardvalir sem standa Grindvíkingum til boða í sumar og haust. Góð skráning hefur verið í það sem stendur börnum, ungmennum og eldri borgurum til boða. Enn eru þó nokkur pláss laus eins og sjá má hér að neðan. 

Stöðugt er unnið að því að efla viðnámsþrótt og styðja við Grindvíkinga. Hafir þú hugmynd að viðburði, námskeiði, fræðslu eða öðru sem þú telur að geti komið að gagni og vilt koma henni á framfæri er hægt að senda póst á netfangið eggert@grindavik.is

Útilífsskóli og sumarbúðir í samstarfi við Skátana

Útilífsskólar skátanna bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá utandyra, t.d. klettaklifur, útieldun, vatnsstríð og margt fleira. Í sumarbúðum á Úlfljótsvatni verður boðið upp á er klifur, báta, bogfimi, hópeflisleiki, vatnasafarí, gönguferðir, kvöldvökur og margt fleira. Nánari upplýsingar má finna hér

  • Sumarbúðir að Úlfljótsvatni 6.-10. júlí fyrir börn fædd 2010-2015. Uppselt er í sumarbúðirnar er skráninga á biðlista fer fram hér
  • Útilífsskóli Ægisbúa 6.-9. ágúst fyrir börn fædd 2012-2016. Nokkur pláss laus. Skráning fer fram hér.
  • Útilífsskóli Garðbúa 6.-9. ágúst fyrir börn fædd 2012-2017. Nokkur pláss laus. Skráning fer fram hér

Námskeið á vegum Dale Carnegie

Námskeið Dale Carnegie fyrir ungmenni eru gefandi og skemmtilegt námskeið sem ýta undir frumkvæði og efla sjálfstraust. Á námskeiðunum er markmiðið m.a. að læra frumkvæði í samskiptum og byggja ný vinasambönd. Nánari upplýsingar og skráning er hér

  • Börn á aldrinum 12 til 13 ára (7.-8.bekkur 2011-2012 árgangur) 12. til 16. ágúst frá 8.30 til 12.30 - Athugið að biðlisti er á námskeiðið
  • Börn á aldrinum 14 til 15 ára (8.-9.bekkur 2009-2010 árgangur) 12. til 16. ágúst frá 13.00 til 17.00 - Örfá pláss laus. 
  • Ungmenni á aldrinum 16-19 ára (2006-2008) 8 skipti, tvisvar í viku frá og með 19. ágúst kl. 17:30-21:30 - Nokkur pláss laus

Orlofsdvöl að Löngumýri

Eldri borgurum stendur til boða að dvelja í Orlofsbúðunum að Löngumýri í Skagafirði 14.-19. júlí. Verð er 40.000 kr. á mann og er allt innifalið. Nánari upplýsingar er að finna hér


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkinga

Fréttir / 22. júní 2024

Sálfrćđiţjónusta fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 22. júní 2024

5. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. júní 2024

4. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 5. júní 2024

Ný könnun vegna stöđu húsnćđismála

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“