Grindavíkurbær, í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneyti og Skattinn, mun halda kynningu fyrir rekstraraðila í Grindavík þar sem stuðningsaðgerðir ríkisins til fyrirtækja í bænum eru kynntar. Kynningin verður haldin fimmtudaginn 27. júní kl. 13 og fer eingöngu fram á Teams.
Þeir sem vilja taka þátt sendi tölvupóst með þeirri beiðni á atvinnulif@grindavik.is.
Vakin er athygli á því að kynningin verður tekin upp og er mælst til þess að þátttakendur, aðrir en frummælendur, hafi slökkt á myndavél og hljóði á meðan framsögur standa yfir.
Farið verður yfir stuðningsúrræði sem eru í boði fyrir fyrirtæki í Grindavík vegna afleiðinga náttúruhamfara, þá sérstaklega þær breytingar sem gerðar hafa verið nú með nýsamþykktum lögum. Farið verður yfir hvernig sótt er um stuðning og hvert megi leita eftir aðstoð. Að loknum kynningum gefst færi á spurningum.
Glærur frá fundinum og upptaka verða aðgengileg á vef Grindavíkurbæjar að honum loknum.