Fundur 570

  • Bćjarstjórn
  • 13. júní 2024

570. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, mánudaginn 3. júní 2024 og hófst hann kl. 14:00.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Páll Gíslason, varamaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskar forseti eftir að taka inn mál með afbrigðum sem 1. mál: 2406008 - Rafmagnstenging við Grindavík. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.      Rafmagnstenging við Grindavík - 2406008

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Gunnar Einarsson, frá Grindavíkurnefndinni og Guðjón Bragason, ráðgjafi.

Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Gunnar Einarsson, Hallfríður og Guðjón.

Grindavíkurnefndin átti fundi með Almannavörnum og HS veitum sunnudaginn 2. júní varðandi rafmagnsleysi í Grindavík. Tillaga HS veitna um bráðabirgða/neyðartenging var rædd, slík tenging getur staðið undir þeirri raforkunotkun sem hefur verið í Grindavík undanfarið. Enn á eftir að taka ákvarðanir um hvar og hvernig er hægt að koma á varanlegri og vonandi endanlegri tengingu milli flutningskerfis Landsnets (Svarstengis eða önnur leið) og Grindavíkur. Grindavíkurnefndin telur brýnt að komið verði á rafmagn með lagningu strengs í samræmi við tillögur HS Veitna og sem fylgir með bókun þessari. Skv. því er unnt að koma á raftengingu á 6 dögum og er kostnaður áætlaður um 75 mkr. Nefndin leggur til að framkvæmdin verði heimiluð og fjármögnuð úr ríkissjóði.

Bæjarstjórn tekur samhljóða undir framangreinda tillögu Grindavíkurnefndarinnar.

2.      Aðgerðaráætlun fyrir þjónustuteymi framkvæmdanefndar - 2406000

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Gunnar Einarsson, frá Grindavíkurnefndinni, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Guðjón Bragason, ráðgjafi.

Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Guðjón, Gunnar Einarsson, Hallfríður, Birgitta Hrund og bæjarstjóri.

Lögð fram aðgerðaráætlun og drög að samningi við MNR. Í samræmi við 7. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ óskar nefndin eftir afstöðu sveitarstjórnar Grindavíkurbæjar til aðgerðaráætlunar fyrir þjónustuteymi.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við drög að samningi en felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að koma með ábendingar inn í aðgerðaáætlunina.

3.      Keilir, miðstöð vísinda og fræða - aðalfundur 2024 - 2406003

Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund og bæjarstjóri.

Framhaldsaðalfundur Keilis verður 5. júní nk. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fara með atkvæði bæjarins á fundinum.

4.      Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 81 - 2405019F

Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund og Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:55.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549