Fundur 132

  • Skipulagsnefnd
  • 13. júní 2024

132. fundur skipulagsnefndar haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu og í fjarskiptabúnaðinum Teams, miðvikudaginn 8. maí 2024 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður,

Fjarverandi: Unnar Á. Magnússon, aðalmaður. Mætti ekki til fundar og tilkynnti ekki forföll.

Einnig sátu fundinn: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hjörtur Már Gestsson byggingarfulltrúi Elísabet Bjarnadóttir, Sérfræðingur á skipulags- og umhverfissviðs og Guðjón Bragason lögfræðingur.

Fundargerð ritaði:  Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur á skipulags- og umhverfissviði.

Dagskrá:

1.      Þórkötlustaðir 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2404111
Óskað var eftir skráningu á vinnustofu/skúr sem hefur staðið á lóðinni í yfir 70 ár. Skúrinn er 21,8 fm. Skipulagsnefnd samþykkir skráningu skúrsins í ljósi aldurs og samræmi hans við helstu einkenni hverfisins enda til staðar þegar verndaráætlun hverfisins var gerð. Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012. Atli Geir Júlíusson vék af fundi 15:30.

2.      Heiðarhraun 23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2404130
Sótt var um byggingarleyfi fyrir óskráðum kjallara 21,8 fm, grafinn út undir bílskúr Heiðarhrauns 23 á byggingartíma hússins '74. Hverfið er ódeiliskipulagt. Vegna tómlætis nágranna og byggingaryfirvalda metur skipulagsnefnd það sem svo að grenndaráhrif kjallarans séu engin og ekki þurfi að grenndarkynna kjallarann sem hefur staðið frá upphafi. Vegna framangreinds þá gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við stækkun fasteignarinnar sbr. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

3.      Umsókn um niðurrif mannvirkis - Stamphólsvegur 2 - 2404142
Lukku Láki ehf. sækir um byggingarheimild fyrir niðurrifi Salthússins að Stamphólsvegi 2. Málið tekið fyrir. Byggingarfulltrúa og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 18. júní 2025

Fundur 1684

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júní 2025

Fundur 87

Bæjarráð / 3. júní 2025

Fundur 1683

Bæjarstjórn / 27. maí 2025

Fundur 586

Bæjarstjórn / 20. maí 2025

Fundur 585

Innviðanefnd / 16. maí 2025

Fundur 8

Innviðanefnd / 23. apríl 2025

Fundur 7

Bæjarráð / 14. maí 2025

Fundur 1682

Bæjarráð / 7. maí 2025

Fundur 1681

Bæjarstjórn / 30. apríl 2025

Fundur 584

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72