Ţjónustumiđstöđ Almannavarna í Tollhúsinu og í Reykjanesbć hćttir starfsemi 1. júní.

  • Fréttir
  • 31. maí 2024

Frá 15. nóvember sl. hefur ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, rekið þjónustumiðstöð Almannavarna í Tollhúsinu vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.

Verkefni þar hafa falist í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og boðið hefur verið upp á samveru og kaffitár ásamt leikhorni fyrir börn. Rauði krossinn hefur boðið upp á sálfélagslegan stuðning og félagsleg ráðgjöf hefur verið í höndum starfsfólks Grindavíkurbæjar. Upplýsingagjöf, fræðsla og ráðgjöf af ýmsu tagi hefur verið veitt og var sá stuðningur útfærður í samræmi við þarfir og óskir íbúa Grindavíkurbæjar. Um mánaðarmótin mun starfsemi þjónustumiðstöðva Almannavarna í Tollhúsinu og í Reykjanesbæ hætta.

Bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar verða áfram starfræktar í Tollhúsinu og er opnunartíminn frá 10.00 til 16. alla virka daga. Þangað er hægt að hafa samband og bóka viðtal við félagsráðgjafa í síma 4201100 eða senda tölvupóst á  grindavik@grindavik.is 

Rauði krossinn hafa mánudagskaffi fyrir Grindvíkinga á mánudögum milli kl. 14.00-16.00 að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ út júní. Þjónustuteymi sem á að styðja við íbúa Grindavíkur hefur verið sett á fót. Teymið verður starfrækt á vegum framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkurbæjar og tekur formlega til starfa 3. júní.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. apríl 2025

Ţurfum ađ fá heimild til ađ gista heima

Fréttir / 16. apríl 2025

„Viđ förum aftur heim“

Fréttir / 11. apríl 2025

Ný stuđningsúrrćđi fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 4. apríl 2025

Gefđu von

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík