Sjóarinn síkáti verđur í Reykjavík í ár

  • Fréttir
  • 22. maí 2024

Grindvíkingar verða heiðursgestir Sjómannadagsins í Reykjavík í ár. Sjómannadagurinn í ár fer fram sunnudaginn 2. júní og ríkir mikil spenna í herbúðum þeirra sem standa að hátíðinni.

Gert er ráð fyrir fjölmenni við höfnina á Granda þar sem Grindvíkingum verður gert hátt undir höfði. Grindvíkingar verða sýnilegir í dagskrá hátíðarinnar en munu einnig fá tækifæri til að koma saman á fjölskyldutóleikum á stóra sviðinu á Granda laugardagskvöldið 1. júní kl. 19:00. Þar verður tónlistarfólk úr Grindavík áberandi ásamt öðrum þekktum nöfnum. Meðal þeirra sem fram koma eru:

  • Bumblebee Brothers
  • Jón Arnór og Baldur
  • Djúkboxið
  • Dagbjartur Willardsson
  • Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir
  • Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
  • Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir
  • Mikael Tamar Elíasson
  • Karl Örvarsson og vinir
  • Prettiboitjokkó

Dagskrá Sjómannadagsins í Reykjavík má nálgast hér þegar nær dregur hátíðinni. 

Vakin er athygli á því að laugardaginn 1. júní kl. 11:00 verður lagður blómsveigur við minnisvarðann Vonina í Grindavík. Sjómannadagsmessa fyrir Grindvíkinga mun þá fara fram í Vídalínskirkju í ár þann 2. júní kl. 11:00. Heiðrun sjómanna fer fram í Hörpu eftir hádegi þann dag. Þá mun barnakór Grindavíkurkirkju syngja á sviðinu á Granda ásamt Unu Torfa á sjómannadeginum. Nánari upplýsingar munu birtast á vef hátíðarinnar og á grindavik.is á næstunni. 

Grindavíkurbær þakkar enn og aftur aðstandendum Sjómannadagsins í Reykjavík fyrir sitt höfðinlega boð. Með þeirra stuðningi gefst Grindvíkingum tækifæri til þess að koma saman um sjómannadagshelgina og halda í okkar hefðir. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. janúar 2025

Vinnustofa Sóknaráćtlunar Suđurnesja

Fréttir / 23. desember 2024

Jólakveđja frá bćjarstjórn

Fréttir / 18. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 17. desember 2024

Ćvisaga Edda í Hópsnesi komin út

Fréttir / 8. desember 2024

Samverustundir 8.-13. desember

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík