Rafmagnslaust í Grindavík 9. maí 2024
Fimmtudaginn 9. maí nk.verður rafmagnslaust í Grindavík frá kl. 8 um morguninn. Áætlað er að rafmagnsleysið muni vara í um fimmtán klukkustundir.
Undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir við að koma stofnstrengjum frá Svartsengi til Grindavíkur úr jörðu yfir í loftlínu til að fyrirbyggja mögulegt þjónusturof ef hraun flæðir frekar á umræddu svæði. Er með þessu verið að lengja loftlínu sem lögð var yfir hraunið úr eldgosinu við Grindavík þann 14. janúar sl. í um kílómeters leið í átt að Svartsengi. Reynslan sýnir að á tímum náttúruhamfara reynist betur að hafa strengi í loftlínu en jörðu og er þetta liður í því að bæta raforkuöryggi í Grindavík á tímum náttúruhamfara.
Mynd Ozzo. HS Veitur
English
Power outage in Grindavík on May 9th, 2024
Thursday, May 9th, there will be a power outage in Grindavík from 8 a.m. It is estimated that the power outage will last for approximately fifteen hours.
Picture by Ozzo.HS veitur