Ný könnun Maskínu. Dregur úr bjartsýni fyrirtćkjaeigenda 

  • Fréttir
  • 7. maí 2024

Í febrúar var gerð könnun á meðal fyrirtækja í Grindavík  um aðstæður fyrirtækjareksturs í bænum um áhrif náttúruhamfara á starfsemi þeirra. Voru niðurstöður birtar á heimasíðu Grindavíkurbæjar https://www.grindavik.is/v/27078

Nú hefur þessi könnun verið endurtekin og eru niðurstöður hennar hér:

Samandregnar niðurstöður

Sundurliðaðar niðurstöður

Þessar kannanir tvær eru að mestu með sömu spurningum til að sjá megi breytingar á viðhorfum milli þeirra. Helsta breytingin er að bætt er við spurningum um hvaða stuðningsúrræði stjórnvalda fyrirtæki hafa nýtt sér. 

Á meðal þess sem kemur fram í könnuninni er: 

  • Umfang rekstrar fyrirtækja í Grindavík er með svipuðum hætti og var í síðustu könnun. Áfram er um þriðjungur fyrirtækja ekki með rekstur. 
  • Um fjórðungur fyrirtækja í Grindavík hyggjast halda áfram fullum rekstri í bænum. Það er töluverður samdráttur frá fyrri könnun þegar það voru 41,2% sem ætluðu að halda áfram fullum rekstri. Þeir sem eru óvissir um áframhaldandi rekstur í Grindavík eru 36,6%. 
  • Fyrirtækjum sem telja sig geta verið með rekstur í Grindavík þrátt fyrir að náttúruhamförum sé ekki lokið fækkar nokkuð. Er nú innan við þriðjungur en var helmingur. 
  • Svipaða sögu má segja um fjölda fyrirtækja sem svara því hvort halda megi áfram rekstri þrátt fyrir að íbúar séu ekki með búsetu í bænum. Það er núna 38,3% en var 58,5%
  • Ríflega þriðjungur fyrirtækja hefur ekki sótt um um eitthvert þeirra úrræða sem boðið hefur verið upp á. Flest hafa sótt um launastuðning Vinnumálastofnunar, 56,3%. 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. júní 2025

Bundiđ slitlag lagt á Grindavíkurveg

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagsmessa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. maí 2025

Lokun gatna 31. maí og 1. júní

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG