Landađur afli ađ aukast

  • Fréttir
  • 3. maí 2024

Eftir magra mánuði fyrsta ársfjórðungs í lönduðum afla í Grindavík er að verða umtalsverð aukning í apríl. Afli miðað við aflatölur í fyrra eru að fara úr um 5- 10% í að vera um 63%. Skipt niður á mánuði eru aflatölur þessar í tonnum talið:

Starfsemi á höfninni er því að aukast nokkuð og vonast til að aukningin haldi áfram. Enn eru nokkrir af þeim  sem lönduðu afla í Grindavík fyrir jarðhræringar sem  ekki hafa séð sér fært að landa.

Útgerð og fiskvinnsla er því að komast vel af stað og sama má segja um fjölbreytta þjónustu og iðnað sem styður við sjávarútveg í bænum. 


Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar segir þetta mjög jákvætt á þeim óvissutímum sem náttúran býður upp á. "Höfnin hefur alla tíð verið lífæð bæjarins og því skiptir það sköpum að geta haldið starfsemi hér áfram. Þetta er mikilvægt fyrir fyrirtækin sem hér eru starfandi og auðvitað lika fyrir tekjur hafnarinnar. Við lifum með þá von í brjósti að hér verði aftur blómlegt samfélag og þá er gríðarlega dýrmætt að hér sé landað og að líf sé við höfnina."


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 17. maí 2024

Fréttabréfiđ Grindvíkingur